Íslandsmót 5. deildar karla á Silfurnesvelli
Dagana 12. – 14. ágúst var mikið líf og fjör á Silfurnesvelli þegar Íslandsmót 5. deildar karla í golfi var haldið á vellinum. Keppendur komu víða að, frá Ólafsvík, Grundafirði, Dalvík og Egilsstöðum. Í sveit GHH voru þeir Halldór Sævar Birgisson, Halldór Steinar Kristjánsson, Óli Kristján Benediktsson, Jón Guðni Sigurðsson, Kristinn Justiniano Snjólfsson og Sindri Ragnarsson. Fyrirfram...
TÓNLISTARVEISLA Á HÖFN UM SJÓMANNADAGSHELGINA
Hornfirðingar eiga von á mikilli tónlistarveislu um Sjómannadagshelgina þar sem Grétar Örvarsson hefur stefnt fjölda landsþekktra tónlistarmanna til Hafnar þá helgi. Föstudagskvöldið 2. júní verða tónleikarnir Sunnanvindur í Hafnarkirkju þar sem Grétar mun flytja eftirlætislög föður síns, Hornfirðingsins Örvars Kristjánssonar harmónikkuleikara, ásamt Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur, Sigríði Beinteinsdóttur og Ragnari Eymundssyni. Ásta Soffía er einn fremsti harmónikkuleikari landsins...
Takk fyrir jólatré
Íslenski geitastofninn telur um 1700 dýr og er því skilgreindur sem stofn í útrýmingarhættu. 61 af þessum geitum eru á Háhóli í Nesjum, en þar hafa verið haldnar geitur í um 10 ár. Hér á Háhóli framleiðum við geitakjöt og ýmsar afleiddar geitaafurðir s.s. stökur, sápur og krem. Allar vörurnar okkar eru seldar beint frá býli...
Fréttir af fyrrum Sindrastelpum
Nokkrar uppaldar Sindrastelpur leika með liðum í Pepsídeild kvenna og hlutu nokkrar þeirra viðurkenningar á uppskeruhátíðum Pepsídeildarliðanna s.l helgi.
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir er fædd árið 1998 og er því 19 ára. Hún útskrifaðist sem stúdent frá FAS s.l. vor og eftir það lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hún hafði gengið til liðs við ÍBV. Ingibjörg spilaði nánast alla leiki...
Málfríður malar, 21. maí
Þvííílíkir ódámar! Ég er alveg miður mín og Sísí vinkona mín líka. Við vorum á okkar daglegu skemmtigöngu þegar tvær manneskjur á einu hlaupahjóli þeyttust framúr okkur á gangstígnum á móts við N1. Ekki nóg með það að þessir ódámar voru tveir á farartækinu, heldur voru þeir ekki með hjálma og þeir orguðu bíííp kellingar þegar þeir...