2 C
Hornafjörður
21. apríl 2024

Húsfyllir á afmælishátíð Svavars Guðnasonar

Haldin var hátíð í tilefni 113 ára afmælis Svavars Guðnasonar föstudaginn 18.nóvember í fyrsta sinn eftir Covid. Áður en vírusinn takmarkaði skemmtanahald voru oft haldnir tónleikar í safninu á afmælisdegi hans, en nú hefur sú hefð verið enduruppvakin, og spilaði Ekrubandið inn í listasalnum við mikinn fögnuð gesta. Eftir tónleikana vísaði safnvörður fólki um ráðhúsið og sagði...

Hótel Höfn einn aðalstyrktaraðili ungmennafélagins Sindra

Ungmennafélagið Sindri og Hótel Höfn hafa skrifað undir samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn var undirritaður 6. júní síðastliðinn af Ásgrími Ingólfssyni, formanni Sindra, og Fanneyju Björgu Sveinsdóttur, hótel- og framkvæmdastjóra Hótels Hafnar að viðstöddum forsvarsmönnum flestra deilda og Vigni Þormóðssyni stjórnarformanni Hótels Hafnar ehf. Samningurinn er viðamikill og hlýtur Sindri veglega styrki frá Hótel Höfn sem ná til allra...

Golfklúbbur Hornafjarðar – Uppbygging og Íslandsmót

Mikill metnaður hefur verið innan Golfklúbbs Hornafjarðar (GHH) síðustu ár og hefur klúbburinn lagt mikla vinnu í að gera völlinn okkar Silfurnesvöll eins flottan og mögulegt er. Einnig hefur verið lagt mikið púður í barna- og unglingastarf sem félagið er mjög stolt af og ætlar sér að gera enn betur á næstu árum Einn þáttur í því...

Menningarverðlaun Suðurlands 2023

Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Vík 26. október sl. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun SASS...

Steinagarður við Náttúrustíg á Hornafirði

Við Náttúrustíginn, þ.e. göngustíginn sem liggur frá Óslandshæð og inn að golfvelli, á Höfn í Hornafirði, hefur verið settur upp „steinagarður“. Steinarnir eru staðsettir á túninu vestan við Nýheima. Steinagarður er e.k. kynningarreitur fyrir jarðfræði svæðisins, og þar eru kynntar nokkrar bergtegundir Suðausturlands með hressilega stórum grjóthnullungum og grettistökum. Steinarnir koma frá völdum stöðum í sveitarfélaginu og...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...