Opnun fræðslustígs og ljósmyndasýningar við Jökulsárlón
Þann 3. júlí s.l. var fræðslustígur opnaður við Jökulsárlón. Verkefnið var styrkt af vinum Vatnajökuls og var unnið af starfsfólki Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt vísindamönnum, bæði hér í heimabyggð og annars staðar frá. Fræðslustígurinn samanstendur af 7 skiltum sem fjalla um náttúru, dýralíf, og landslag svæðisins. Áttunda skiltið er væntanlegt síðar.
Við sama tilefni var opnuð ljósmyndasýning með myndum Ragnars...
Fyrirlestur fyrir ungmenni í vinnskólanum
Mánudaginn 29. júní s.l. kom hingað á Höfn fyrirlesari sem heitir Beggi Ólafs. Hann kom hingað í boði USÚ til að halda fyrirlestur/námskeið fyrir ungmenni í vinnuskólanum á Höfn. Það eru ekki allir sem vita hver Beggi Ólafs er en hér eru smá upplýsingar af síðu hans hver hann er:
Jóhanna Íris fyrir...
Ráðning á framkvæmdastjóra og rannsókna- og þróunarstjóra Orkídeu
Gengið hefur verið frá ráðningu á framkvæmdastjóra og rannsókna- og þróunarstjóra Orkídeu. Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu. „Ég tel að aukin áhersla á nýsköpun á Suðurlandi tali beint inn í þá landkosti og mannauð sem svæðið býður upp á. Áhugi samfélagsins á nýtingu grænnar orku til matvælaframleiðslu hefur aukist mikið sem er mjög...
Fléttubönd
Bókaforlagið Ormstunga gefur út bókina Fléttubönd eftir Stefán Sturlu.
Þetta er önnur bókin í glæpasögu þríleiknum um Lísu og samstarfsfólk hennar. Fyrsta bókin Fuglaskoðarinn kom út fyrir ári og naut mikilla vinsælda.
Hver bók er sjálfstæð saga. Tíminn sem líður í söguheimi bókanna er sá sami og tíminn milli útgáfu bókanna. Við kynnumst því stöðu sögupersónanna og hvernig líf þeirra snýst...
Fimleikadeild Sindra verðlaunar iðkendur
Fimleikadeild Sindra endaði sinn vetur á verðlaunaafhendingu í Heklu. Þar voru veittar ýmsar viðurkenningar. Venjan er sú að klára veturinn með fimleikamóti en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var því sleppt að þessu sinni. Allir iðkendur í grunnskóla fengu verðlaunapening. Í keppnishópum hjá deildinni voru veitt verðlaun fyrir mestu framfarir í hverjum hóp, valinn var besti félaginn og...