Nýr kirkjuvörður og Stafafellskirkja 150 ára
Á vordögum var aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar (Hafnarkirkju og Stafafellskirkju) og kirkjugarðanna í sókninni haldinn. Starfsemi í Hafnarkirkju er umfangsmeiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Því er ástæða til að gera safnaðarmeðlimum og íbúum í stuttu máli grein fyrir starfseminni.
Í ársskýrslu formanns kemur fram að kirkjustarfið var með hefðbundnu sniði eins og búast má við. Þó mátti sjá áherslubreytingar...
Mikil menningarhelgi framundan
Eftir velheppnaða Vírdóshelgi verður ekkert lát á tónleikum í haust. Helgin 6.-8. október verður viðburðarrík.
Föstudagskvöldið 6. október mun hljómsveitin Reykjavík smooth jazz band spila á Hótel Höfn en þar um borð er einn af eigendum hótelsins Ólafur Steinarsson ásamt félögum sínum en þeir spila “jazz rock crossover”. Meðlimir sveitarinnar eru: Guðlaugur Þorleifsson trommur, Cetin Gaglar slagverk, Árni Steingrímsson gítar,...
Pure Mobile vs. Dolce Vita eftir Moniku Fryčová
Varúð! Ekki gera þetta heima eða erlendis.
Þetta eru aðfaraorðin að nýrri bók frá myndlistarmanninum Moniku Fryčová. Má kalla þau viðeigandi um ferðalag sem inniber bæði heimalandið og útlönd. Ísland er engu minna heimili listamannsins sem hefur búið hér í 14 ár en aðspurð segist hún ekkert frekar líta á sig sem íslenska,...
Arndís Ósk hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands
Þann 25. júní síðastliðinn voru veittir styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands í tóflta sinn. Í ár hlutu 29 nemendur, sem stefna á nám við HÍ styrki og þar á meðal var Hornfirðingurinn Arndís Ósk Magnúsdóttir. Allir styrkþegar eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi námsárangri og einnig verið virk í félagsstörfum eða í listum...
Dagur Íslenskrar tungu
Þann 16. nóv. sl. á degi íslenskrar tungu fékk mennta- og menningarráðuneytið Hornfirðinga til að hýsa hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti sveitarfélagið ásamt föruneyti úr ráðuneytinu og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þau kynntu sér starfsemi mennta- og menningarstofnana á Höfn, í Nýheimum og Gömlu búð og fræddust um sögu sveitarfélagsins. Lilja gaf...