Verðmætin í Vatnajökulsþjóðgarði
Sumarið 2008 varð langþráður draumur margra um Vatnajökulsþjóðgarð að veruleika, þegar skrifað var undir stofnun þjóðgarðsins þann 7. júní við hátíðlega athöfn í Skaftafelli. Á þeim níu árum sem eru liðin frá stofnuninni hefur Vatnajökulsþjóðgarður fest sig í sessi bæði í hugum landsmanna sem og gesta okkar sem sækja þjóðgarðinn heim. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi...
Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn 2018
Um verslunarmannahelgina var 21. Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Þorlákshöfn þar sem tæplega 1300 börn allsstaðar að af landinu voru skráð til keppni. Alls fóru 16 keppendur frá USÚ og kepptu þau í hinum ýmsu greinum. Þau stóðu sig öll með mikilli prýði og lentu mörg á palli eða voru ofarlega í sínum greinum. Okkur þótti sérstaklega ánægjulegt að brottfluttir...
Guð mann ráða, hvar vær drekkum onnur jól
Greinarhöfundur, Sveinur Ísheim Tummasson er fæddur í Þórshöfn í Færeyjum og er stjórnmálafræðingur og examart í norrænum fræðum. Hann hefur búið á Höfn í rúmt ár ásamt sambýliskonu sinni Bryndísi Bjarnarson, hann starfar sem rithöfundur, leiðsögumaður og fræðimaður.
Færeyingar hafa lengi reynt að halda í þann...
Vel heppnaðri tónlistarhátíð lokið
Um helgina fór fram fyrsta tónlistarhátíðin Vírdós, sem er hátíð óvenjulegra hljóðfæra en þar var boðið upp á ýmsa viðburði tengt tónlist og hljóðfærasmíði.
Það hafði blundað í mér lengi að búa til tónlistarhátíð á Hornfirði sem hefði ákveðið þema eins og Hammondhátíð á Djúpavogi. Með tilkomu Fab Lab smiðjunnar varð til ákveðin þekking í að búa til ýmis skrítin...
Ungir djassistar í Hafnarkirkju
Frændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó) og Sölvi Kolbeinsson (saxófónn) leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðustu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016. Þau voru valin fyrir...