Fræðsluferð umhverfis Hornafjarðar til Kaupmannahafnar
Unga kynslóðin, sú miðaldra og kynslóðin sem er hokin af reynslu og hefur reynt tímana tvenna lagði af stað í langferð til Danmerkur í fræðsluferð í nóvember síðastliðnum. Samsetning hópsins var engin tilviljun. Hópurinn átti að endurspegla breiðan hóp íbúa í sveitarfélaginu Hornafirði svo að reynsla ferðarinnar myndi skila sér sem víðast eftir að heim væri komið....
Galdrakarlinn í Oz
Nú er fyrri sýningartörn á leikritinu Galdrakarlinum í Oz lokið og hafa 400 manns komið og séð sýninguna. Enn fleiri eiga pantað um næstu helgi en þá eru síðustu sýningarnar. Vert er að taka fram að ekki er mögulegt að bæta við fleiri sýningum en við reynum að koma fólki að eins og húsrúm leyfir! Við sem...
Geðheilsa barna
Á undanförnum árum hefur kvíði barna fengið verðskuldað rými í samfélagsumræðunni. Það skal engan undra enda kvíði algengt vandamál meðal barna og ein helsta ástæða þess að foreldrar leita til sálfræðinga með börn sín. En kvíði, í sjálfu sér, er ekki vandamál heldur eðlileg og gagnleg tilfinning sem allir upplifa og hjálpar okkur að komast af. Kvíði...
Ekki vera í kassanum!
Bifvélavirkjameistarinn og smiðurinn Gunnar Pálmi Péturson situr sjaldan auðum höndum. Hann byrjaði sem ungur strákur að prófa sig áfram með vélar og tæki, ávalt með það markmið að gera hlutina betri, gera þá að sínu. Hjólum breytti hann til þess að gera hraðari, eða flottari og hann hefur haldið því áfram fram til dagsins í dag. „Ég...
Listamaðurinn Hlynur Pálmason ætti flestum að vera vel kunnur, það mætti eiginlega helst kalla hann fjöllistamann, en hann kemur víða við í lisstsköpun sinni. Hlynur segir verkin ráða því hvaða leið hann fer í listinni hvert sinn. „Ég vinn í ólíkum miðlum svo velur miðillinn sjálfur hvað hann ætlar að verða, hvort það verði ljósmyndasería eða ef...