Lokahóf Knattspyrnudeildar Sindra

0
101

Lokahóf Knattspyrnudeildar Sindra var haldið hátíðlegt í Sindrabæ þann 16. september síðastliðinn. Vel var mætt og snæddu leikmenn, þjálfarar, stjórnir, gestir og foreldrar saman og fögnuðu uppskeru sumarsins. Stelpurnar enduðu sumarið vel með flottum sigri á síðasta heimaleik tímabilsins. Stjórnin skipulagði vel heppnaðan viðburð og reiddu fram dýrindis mat að hætti Stjána Guðna.
Verðlaunaafhending fór fram og fékk Robertas Freidgeimas verðlaun fyrir 100 leiki á Íslandsmóti fyrir Sindra og fengu þeir Hilmar Þór Kárason og Ibrahim Sorie Barrie verðlaun fyrir 50 leiki.
Verðlaun voru veitt í báðum flokkum fyrir efnilegasta, mikilvægasta og besta leikmann. Líkt og í fyrra voru það leikmenn beggja flokka sem kusu besta leikmann og var Arna Ósk val stelpnanna og Ivan Paponja val strákanna. Þjálfarar kusu efnilegasta og mikilvægasta leikmann og voru þau Freyr Sigurðsson og Kristín Magdalena Barboza kosin efnilegust. Mikilvægustu leikmenn voru Arna Ósk Arnarsdóttir og Bjarki Flóvent Ásgeirsson. Vert er að nefna að Medial ehf gaf verðlaunagripi kvöldsins og þökkum við kærlega fyrir það.
Sindramaður ársins var heiðraður og var það Anouar Safiani sem hlaut það nafnbót og tók frændi hans, Adam Zriouil við verðlaununum fyrir hans hönd. Anouar er mikill Sindramaður og er ávallt tilbúinn að koma og vinna margvíslega sjálfboðavinnu fyrir félagið. Við erum honum ákaflega þakklát og stolt að hafa slíkan Sindramann innan okkar raða.
Sumarið var strembið fyrir bæði lið og var þjálfurum þeirra Óla Stefáni Flóventsson, Veselin Chilingirov og Jóhanni Bergi Kiesel sérstaklega þakkað fyrir þeirra verðmætu störf sem þjálfarar meistaraflokkanna. Einnig var Katrínu Birtu Björgvinsdóttur þakkað fyrir framlag sitt til fjölmiðla og samfélagsmiðla deildarinnar en hún hefur skilað framúrskarandi framlagi til deildarinnar í sumar á þeim sviðum.
Af ríkri hefð fengu yngstu leikmennirnir okkar viðurkenningu fyrir fyrstu meistaraflokksleiki sína og voru þeir margir þetta árið. Við erum svo sannarlega stolt af unga fólkinu okkar og frábært að sjá þau stíga sín fyrstu skref með meistaraflokkum Sindra. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá hverjum einasta leikmanni og hlökkum við til að sjá þau blómstra enn frekar.

Hjá meistaraflokki kvenna voru það eftirfarandi leikmenn:
Berglind Stefánsdóttir
Birta Ósk Sigbjörnsdóttir
Elín Chiing Kristjánsdóttir
Emilía Alís Sumarrós Karlsdóttir
Guðlaug Gísladóttir
Inna Dimova
Íris Ösp Gunnarsdóttir
Helga Nótt Austar Egilsdóttir
Lilja Rós Ragnarsdóttir
Solyana Natalie Felekesdóttir
Suna Gunn Paulina Stein
Thelma Björg Gunnarsdóttir
Veronika Gotseva

Hjá meistaraflokki karla voru það eftirfarandi leikmenn:
Adam Zriouil
Björgvin Freyr Ólason
Freyr Sigurðsson
Ivan Paponja
Jóhann Frans Ólason
Oskar Karol Jarosz
Óliver Berg Sigurðsson
Patrekur Máni Ingólfsson
Vignir Snær Borgarsson

Þær systur Ólöf María og Arna Ósk tóku sig saman og gáfu stelpunum úr 3. flokki viðurkenningu fyrir að spila með meistaraflokki kvenna. Með þessu vildu þær þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra framlag í sumar en án þeirra hefði meistaraflokkur kvenna ekki verið. Sumarið hjá þeim var sérstaklega erilsamt og eiga þær stórt hrós skilið fyrir allan sinn dugnað og metnað.
Kæru knattspyrnuiðkendur og knattspyrnuáhugafólk, innilega til hamingju með árangurinn. Úrslitin eru ef til vill ekki það sem við vonuðum eftir en þrátt fyrir þau var árangurinn mikill. Bæði liðin höfðu tekið miklum breytingum frá síðasta keppnistímabili og náði karlaliðið ekki að halda sér í 2. deildinni en menn falla um deild, menn hækka um deild og menn standa í stað, svona virkar fótbolti. Vinna tímabilsins var ekki til einskis, langt í frá. Við nýttum tímabilið nákvæmlega á þann hátt sem við ætluðum, í að læra, bæta okkur sem leikmenn og bæta okkur sem lið út frá okkar forsendum. Úrslitin eru vissulega skemmtilegri þegar þau falla með okkur en eru ekki aðalatriðið, heldur sá árangur sem við náum sem lið.
Okkar bestu þakkir fá styrktaraðilar knattspyrnunnar, nýir sem gamlir. Án dyggra stuðningsaðila væri þetta ekki hægt og erum við ykkur ákaflega þakklát.
Að lokum viljum við þakka stuðningsmönnum. Takk fyrir að mæta í stúkuna, takk fyrir að styrkja Knattspyrnudeild Sindra, takk fyrir að hvetja liðin okkar, takk fyrir allt.
Sjáumst á nýju keppnistímabili 2024! Áfram Sindri!