Frábær Færeyjaferð
Út til eyja
Stundvíslega klukkan 10:30 miðvikudaginn 18. maí stigum við 43 eldri Hornfirðingar upp í rútu frá Vatnajökull Travel og hófum þar með ferð til að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Eftir smá stopp á Egilsstöðum var ekið yfir kuldalega Fjarðarheiði og niður á Seyðisfjörð þar sem hersingin steig um borð í...
Vöktun á vaðfuglum á leirum umhverfis Höfn
Við Náttúrustofu Suðausturlands eru unnin fjölbreytt verkefni tengd náttúru svæðisins. Í sumar hóf dr. Lilja Jóhannesdóttir störf hjá stofunni en hún er vistfræðingur að mennt. Lilja er ekki ókunnug svæðinu en hún bjó til 13 ára aldurs á Nýpugörðum á Mýrum. Rannsóknir hennar hafa að mestu beinst að tengslum vaðfugla og landnýtingar. Eitt af verkefnum Lilju er að fylgjast...
Viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi
Rauði krossinn á Íslandi sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi samkvæmt samningi við Almannavarnir ríkisins. Deildir Rauða krossins opna fjöldahjálparstöðvar á hættu- og neyðartímum þar sem fólki er veitt fyrsta aðstoð, svo sem upplýsingar, fæði og klæði, sameining fjölskyldna fer fram og sálrænn stuðningur er veittur. Rauði krossinn bregst einnig við skyndilegum áföllum utan almannavarnaástands eins og húsbrunum,...
Leikfélag Hornafjarðar
Starfið veturinn 2022 - 2023
Leiklistarstarfið fór vel af stað í vetur hjá okkur í Leikfélagi Hornafjarðar. Leikfélag Hornafjarðar á sér langa sögu og á síðastliðnu hausti fagnaði það 60 ára afmæli sínu. Afmælið var haldið hátíðlegt með uppsetningu á leikverkinu Hvert örstutt spor í leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar, í samstarfi við FAS....
Vinnuskólaþing
Miðvikudaginn 10. júlí s.l. var haldið vinnuskólaþing í Nýheimum. Þar komu ungmennin saman sem eru í vinnuskólanum en þau voru 38 talsins og með þeim voru flokkstjórar og tómstundafulltrúi. Tilgangur þingsins var að svara einni spurningu sem beint var til ungmennanna en spurningin var: Hvernig er hægt að gera vinnuskólann að draumavinnustað?
Ungmennin unnu í fjórum hópum...