Fjölmenni og fjör við opnun gönguleiðarinnar Mýrajöklar
Gönguleiðin Mýrajöklar, sem er annar hluti Jöklaleiðarinnar, var opnuð formlega í Haukafelli fimmtudaginn 31. ágúst sl. Við sama tilefni var vígð ný göngubrú yfir Kolgrafardalsá sem opnar gönguleið frá Haukafelli að Fláajökli.
Gönguleiðin tengir saman svæði þriggja skriðjökla, Fláajökuls, Heinabergjökuls og Skálafellsjökuls, sem saman mynda Mýrajökla. Leiðin nær frá Haukafelli að Skálafelli og er um 22 km að löng. Alls...
Skylda okkar að stuðla að öryggi sjómanna
,,Við verðum stöðugt að leita leiða til að fyrirbyggja slys og í því sambandi er mikilvægt að læra af reynslunni“, segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs VÍS. Hún segir að besta leiðin til þess sé að halda úti markvissri skráningu á slysum og atvikum sem hefðu getað orðið að slysum. Félagið býður fyrirtækjum í forvarnarsamstarfi að taka upp sérstakt...
Hótel Skaftafell ræðst í markvissa uppbyggingu mannauðs
Hótel Skaftafell, sem er vinsælt fjölskyldurekið hótel í Öræfum, er sannarlega fjölmennur vinnustaður. Alls vinna á hótelinu og í söluskála þess milli 50 – 60 manns og hefur mannauður ávallt verið í fyrirrúmi í rekstri þess. Í því ljósi er nú ráðist í markvissa uppbyggingu þekkingar og hæfni starfsfólksins með samningum við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og starfsmenntasjóðinn Landsmennt. Markmið fyrirliggjandi...
Undankeppni Söngvakeppni Samfés á Suðurlandi
USSS - Undankeppni Söngkeppni Samfés á Suðurlandi var haldin í íþróttahúsinu við Heppuskóla föstudaginn 30.nóvember 2018. Þrykkjan sá um keppnina í ár og er það í fyrsta sinn sem við höldum þessa keppni því Þrykkjan sameinaðist Suðurlandi nú í vor. Það voru keppendur frá tólf félagsmiðstöðvum af Suðurlandi sem kepptu um þrjú sæti sem verða fulltrúar Suðurlands í...
Draumarnir rætast á tímum Covid
Hvernig vísir að Jökla-og fjallasetri varð til
Löngu áður en Haukur Ingi og Berglind stofnuðu Glacier Adventure áttu þau sér draum. Draumurinn var að opna lítið kaffihús og leiðsegja ferðamönnum um fjalllendi í nálægð við Hala í Suðursveit þar sem Berglind er fædd og uppalin. Haukur er fæddur í Reykjavík en alinn upp...