Þorvaldur þusar 7.desember

0
320

Styrjöld

Nú geysar enn ein styrjöldin fyrir botni Miðjarðarhafs. Upphaf þessara miklu hörmunga er þegar Hamars samtökin gera eldflauga árás á Ísrael og drepa fjölda saklausa borgara og taka gísla. Í hópi gíslanna eru meðal annars börn, konur og aldraðir.
Hamas-samtökin eru stærstu samtök vopnaðra íslamista í Palestínu. Samtökin voru stofnuð seint á níunda áratugnum, í kjölfar fyrstu uppreisnar Palestínumanna gegn Ísraelum í desember 1987. Uppruna samtakanna má rekja til palestínska klerksins og trúarleiðtogans Ahmed Yassin. Þessi samtök eiga sér ekkert til málsbóta, jafnvel þó þessu þjóðarbroti hafi verið haldið í gettói þ.e.a.s. á Gasa. Líkt og Gyðingar máttu búa við í gettóinu í Varsjá í seinni heimstyrjöldinni!
Viðbrögð stjórnar Ísraels hafa verið og eru hörð. Ísrael hefur rétt til að verja sig fyrir árásum. Undir þetta taka marger þjóðir heims. Leiðtogar vestræna ríkja standa á hliðarlínunni og líta ástandið alvarlegum augum. Þeir keppast við að heimsækja Ísrael og láta mynda sig með forsætisháðherra Ísraelsríkis. Hann segir umbúðalaust að markmiðið sé að útrýma Hamars. Með öðrum orðum drepa þetta þjóðarbrot. Stríðið er ekki varnar stríð heldur árásarstríð. Gerðar eru harðar loftárásir á skóla, flóttamanna búðir, íbúðarhverfi og sjúkrahús. Mannfallið er hrikalegt. Nokkur þúsund börn liggja í valnum auk þúsunda saklausa borgara. Alþjóða lög og samningar eru brotin á báða bóga.
Þusarinn heimsótti Auschwitz-Birkenau fyrir nokkrum misserum. Það var átakanlegra en orð fá lýst. Þarna var helvíti á jörðu. Mér varð ljóst að það voru engin takmörk á vonsku mannsins. Gyðingar voru drepnir í milljónatali og tæp ein miljón Pólverja svo dæmi séu tekin.
En getur verið að það sé sannleikskorn í því að nú hafi helvíti á jörðu færst til Gasa og nú séu Gyðingar í hlutverki böðulsins? Ef til vill á ég eftir að þusa meira um þetta svívirðilega stríð.

Kveðja Þorvaldur þusari