Aðventutónleikar

0
384
Frá jólatónleikum karlakórsins 2016. Mynd: Þorvarður Árnasson

Aðventutónleikar Karlakórsins Jökuls í streymi
Karlakórinn Jökull ætlar að halda aðventutónleika næstkomandi mánudag, 13. desember kl. 20. Tónleikarnir verða sendir út í gegnum streymi á netinu. Sökum samkomutakmarkanna vegna Covid, þá þykir okkur ekki fýsilegt að tefla í tvísýnu og ætlum að reyna þessa leið og leyfa vinum og velunnurum kórsins að njóta. Tónleikarnir verða sendir út í beinu streymi á Youtube rás Hafnarkirkju.
Aðventutónleikar – Samfélagstónleikar á netinu
Söngfólk á Hornafirði er einhuga um að sú áralanga hefð, að syngja saman á aðventunni má ekki falla niður annað árið í röð. Samfélagstónleikar, sem voru settir á dagskrá í kirkjunni sunnudaginn 19. desember verða núna með breyttu sniði. Alls munu sjö sönghópar taka þátt í samverustund, sem tekin verður upp í kirkjunni, klippt saman og send út sem sjónvarpstónleikar í lok aðventunnar og yfir hátíðarnar.
Þannig viljum við bjóða Hornfirðingum öllum og velunnurum til tónleika og vonumst til að geta veitt góðu málefni styrk.

Þau sem vilja styrkja gott málefni geta borgað upphæð að eigin vali á reikning 0169-26-1510 kt:610280-0139

Við vonum innilega að kærleikur og friður veri með ykkur öllum og vonum að jólatónar kóranna skili sér inn í stofu hjá ykkur og veiti gleði og yl.