Leit að postulíni – sýning í Svavarssafni
Margt var um manninn þegar sýningin “Leit að postulíni” var opnuð föstudaginn
22. september í Svavarsafni. Brynhildur, Ólöf Erla og Snæbjörn hafa unnið saman í yfir ár að verkefninu. Verkefnið er í grunninn rannsókn á þeim möguleikum og hindrunum sem felast í nýtingu íslenskra jarðefna til að búa til postulín. Kveikjan að leitinni var saga postulíns, áhrif þessa sérstæða efnis...
Sólsker ehf. vinnur til verðlauna
Þann 10. mars síðastliðinn á Hótel Natura var haldin Fagkeppni Meistarfélags kjötiðnaðarmanna. Ómar Fransson trillukarl og margverðlaunaður framleiðandi á gæðamatvælum úr fiski vann þar til verðlauna fyrir vörur sínar. Alls voru 17 keppendur í sama flokki og Ómar en hann fékk gullverðlaun fyrir grafinn lax og brons fyrir reyktan lax.
Bekkir á gönguleiðum á Hornafirði
Verkefnið Brúka bekki var hrundið af stað árið 2010 af Félagi sjúkraþjálfara á Íslandi þegar félagið varð 70 ára. Sjúkraþjálfarar ákváðu þá að fara af stað með samfélagsverkefni sem hvatningu til aukinnar hreyfingar og til hagsbóta fyrir almenning. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að eldra fólk stundi hæfilega hreyfingu sér til heilsubótar. Niðurstöður þessara rannsókna sýna...
Breytingar í sorphirðu og nýtingu lífræns úrgangs í dreifbýli
Þessa dagana er verið að vinna að breytingum í sorpmálum svo hægt sé að nýta sem mest af sorpi sem kemur frá heimilum til endurvinnslu. Mikilvægt að hagræða sem best í málaflokknum því sveitarfélagið má ekki greiða með sorpurðun og hirðingu skv. lögum nr. 55/2003.
Helstu breytingar sem koma að heimilum/íbúum í dreifbýli er að almenna tunnan stækkar í 240...
Sýning í Nýheimum
Síðastliðið haust var samsýningin „Frá mótun til muna“ sett upp í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, en að henni standa níu leirlistarmenn víðsvegar að af landinu. Hópurinn ákvað í kjölfarið að miðla þessari áhugaverðu þekkingu um fjölbreytileika þessarar listgreinar til almennings og gera sýninguna að farandsýningu. Fyrsti áfangastaðurinn í þeirri ferð er hér á Höfn í samstarfi við Menningarmiðstöðina og...