Ungmennafélagið Vísir endurvakið
Fyrsti aðalfundur Ungmennafélagsins Vísis síðan um aldamót var haldinn þann 15. apríl síðastliðin á Hrollaugsstöðum. Fulltrúar USÚ sátu fundinn ásamt 16 félagsmönnum og var skipuð 6 manna stjórn. Bjarni Malmquist Jónsson, formaður. Atli Már Björnsson, ritari. Selma Björt, gjaldkeri. Ingi Þorsteinsson, varaformaður. Bjarni Haukur Bjarnason og Aðalbjörg Bjarnadóttir eru meðstjórnendur.
Félagið var stofnað 8. apríl árið 1912...
Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Hornfirðings hlýtur styrk
Búnaðarsamband A-Skaft ákvað að styrkja Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Hornfirðings. Styrkurinn var tileinkaður reiðskóla barna sem hefur svo sannarlega fallið í góðan jarðveg. Það er skemmtilegt og nauðsynlegt að auka framboð á afþreyingu fyrir börn. Styrkurinn nýtist því vonandi vel. Búnaðarsambandið styrkir einnig nemendur sem stunda búfræðinám og nám við garðyrkjuskólann á Reykjum, ...
Hefur þú brennandi áhuga á íþróttum?
Ungmennafélagið Sindri auglýsir eftir framboðum í aðalstjórn og stjórnir einstakra deilda. Allir áhugasamir eru hvattir til að bjóða sig fram í þetta uppbyggingastarf í þágu félagsins. Stefnt er að jöfnum kynjahlutföllum og eru því öll kyn hvött til þess að bjóða sig fram.
Aðalfundurinn verður haldinn 1. mars kl. 17.00 í ...
Aldrei of seint að byrja
Í haust ákvað velferðarsvið Sveitarfélags Hornafjarðar að fara í tilraunaverkefni í samstarfi við Kolbrúnu Björnsdóttur í Sporthöllinni og bjóða upp á námskeið sem kallast Heilsuþjálfun60+ sem hefur fengið góðar viðtökur. Haldinn var kynningarfundur í lok september 2021 og var hann nokkuð vel sóttur. Fundum við fyrir mikilli þörf hjá ákveðnum hópi á þessari þjónustu og var ákveðið...
Knattspyrnudeild Sindra semur við þrjá leikmenn og tvo þjálfara
Í lok janúar samdi knattspyrnudeild Sindra við þrjá knattspyrnumenn, þá Guðmund Reyni Friðriksson, Mate Paponja og Robertas Freidgeimas. Robertas Freidgeimas verður þrjátíu og þriggja á þessu ári og er orðinn öllum hnútum kunnugur á Höfn. Þessi öflugi varnarmaður kom til okkar árið 2018 og hefur spilað 94 leiki fyrir félagið og skorað 13 mörk. Freddy...