2 C
Hornafjörður
28. mars 2024

Saga Sindra

Út er komin bókin Félag unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966, eftir Hornfirðinginn, sagnfræðinginn og Sindramanninn Arnþór Gunnarsson. Saga Sindra ber vott um drifkraft og áræðni. Á fundum fluttu félagsmenn fræðandi erindi, rökræddu hugðarefni sín og gerðu sér glaðan dag, Félagið gaf út handskrifað blað, efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í tvo vetur....

Körfuknattleiksdeild Sindra

Það má með sanni segja að körfuboltinn hafi farið af stað með látum þetta tímabilið. Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu ár og er hún að skila því að aldrei hafa fleiri börn æft körfubolta á Höfn. Meistaraflokkur karla er sem stendur í öðru sæti 1. deildar aðeins tveimur stigum á eftir Álftanesi sem situr í...

Af hverju gervigras?

Mikið hefur verið rætt um þann sterka vilja okkar í knattspyrnudeild Sindra að fá gervigras á Sindravelli. Sitt sýnist hverjum varðandi þá kröfu og langar mig að leggja fram rök og staðreyndir um af hverju það sé algjörlega nauðsynlegt fyrir heilsueflandi samfélagið Höfn að lagt verði gervigras á Sindravelli sem allra fyrst.

Knattspyrnusumarið 2022

Í lok september lauk knattspyrnusumri 2022 formlega hjá meistaraflokkum Sindra. Stelpurnar okkar léku í 2.deild þar sem var spiluð einföld umferð og var deildinni svo skipt upp þar sem efstu 6 liðin léku einfalda umferð og neðstu 6 liðin léku einnig einfalda umferð. Okkar stelpur höfnuðu í 8. sæti eftir fyrri umferðina og kepptu því í neðri...

Sveit Golklúbbs Hornafjarðar Austurlandsmeistarar í golfi

Sveitakeppni Austurlands í kvennaflokki var haldin á Silfurnesvelli um liðna helgi en keppnin hefur legið niðri frá árinu 2015. Golfklúbbur Hornafjarðar (GHH) sendi tvær sveitir til leiks að þessu sinni en auk þeirra komu tvær sveitir frá Golfklúbbi Norðfjarðar (GN) og ein frá Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Segja má að veðurguðirnir hafi átt sinn þátt í því að...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...