Sindri Íslandsmeistarar í 2. deild
Það skalf allt og nötraði í íþróttahúsinu laugardaginn 14. apríl þegar meistaraflokkur karla í körfubolta háði úrslitaleik við sterkt lið KV frá Reykjavik. Troðfull stúka, trommur, tónlist, þriggja stiga körfur og troðslur var bara smjörþefurinn af því sem koma skal. Lokatölur 82-77, stórkostlegur sextándi sigur í röð og með því komnir upp í 1. deild á næsta leiktímabili. Stjórn...
Fréttir frá Sunddeild Sindra
Helgina 15.-19. febrúar héldum við í Sunddeild Sindra í Kópavog og þar tóku iðkendur og þjálfarar Breiðabliks á móti okkur og æft var saman í 3 daga. Fyrstu helgina í mars héldu 9 iðkendur á Hennýjarmót á Eskifirði en alls voru 80 iðkendur skráðir á mótið frá 5 félögum. Allir iðkendur Sindra 10 ára og eldri unnu til verðlauna...
Sunddeild Sindra
Síðastliðna helgi 26. nóvember fórum við á Bikarmót UIA á Djúpavogi.
Þar voru saman komin auk Sindra, Austri, Neisti og 1 keppandi frá Þrótti. Sindri var með 11 börn.
Allir keppendur frá Sindra unnu til verðlauna og sumir fleiri en ein.
Þjálfarinn okkar er Viktoria Ósk og kemur frá Breiðablik, reynd sundkona og þjálfari. Einnig þjálfar hún garpa- og dömuhóp.
Framhaldið hjá okkur...
Nýr framkvæmdastjóri Sindra
Fyrir fáeinum vikum var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra, Lárus Páll Pálsson. Hann er menntaður viðskipta- og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig klárað 3ja ára háskólanám við Háskólann í Reykjavík af íþróttasviði. Lárus hefur starfað við ýmis verkefni, þar á meðal sem framkvæmdastjóri hjá Fimleikadeild Ármanns, rekstrarstjóri hjá Arcanum ásamt hefðbundnum störfum eins og skógarhöggsmaður, sjómaður...
Sindrastelpur á landsliðsúrtöku fyrir EM 2018
Síðastliðna helgi 14-15. október fóru fram æfingar í landsliðsúrtöku í hópfimleikum fyrir EM 2018 sem haldið verður í Portúgal. Í unglingaflokki voru stelpur og strákar fædd 2001-2005. Hópnum var skipt niður á laugardag þar sem æft var í Gerplu og á sunnudag þar sem æft var í Stjörnunni. Á æfingunum voru um 12 strákar og um 100 stelpur. Gaman...