Aðalfundur Ungmennafélagsins Sindra, starfsárið 2022
Í mars var haldinn aðalfundur Ungmennafélagsins Sindra og var mæting með ágætum. Þar var gert upp árið 2022 sem var þungt ár fjárhagslega í sögu félagsins. Formaður félagsins Gísli Már Vilhjálmsson setti fundinn, Sandra Sigmundsdóttir ritaði og Sigurður Óskar Jónsson, stjórnarmaður USÚ var fundarstjóri og fór með það hlutverk af einstakri prýði. Tvær stærstu deildir félagsins máttu...
UMF Sindri fær veglegan styrk
Á dögunum barst okkur hjá Sindra 600.000 kr. styrk frá þeim góðu konum er standa að Hirðingjunum á Hornafirði. Einnig barst okkur annar styrkur frá ónefndum aðila og saman gerði stuðningur þeirra okkur kleift að kaupa fyrir félagið tvær Live Veo myndavélar, aukahluti og ársáskrift, sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna leiki félagsins...
Nítugasta ársþing Ungmennasambands Úlfljóts
Nítugasta ársþing USÚ fór fram á Hótel Vatnajökli, fimmtudaginn 23. mars s.l. Þingið var vel sótt en alls mættu 38 fulltrúar af þeim 52 sem rétt áttu til þingsetu. Öll virk aðildarfélög, nema tvö sendu fulltrúa á þingið. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna. Sigurjón Andrésson bæjarstjóri stýrði þinginu og Jón Guðni...
Björgvin Heiðraður silfurmerki KKÍ
Björgvin Erlendsson hefur sinnt sjálfboðaliðastörfum fyrir körfuknattleiksdeild Sindra um áraraðir. Allt frá því að standa vaktina í sjoppunni, standa fyrir fjáröflunum, sinna stjórnarstörfum og allt þar á milli. Ungmennafélög þurfa að stórum hluta að treysta á sjálfboðaliða í sínu starfi svo allt gangi smurt og eru fólk eins og Björgvin sem leggja allt sitt af mörkum fyrir...
15 ára sindrakona á landsliðsæfingum í fótbolta
Kristín Magdalena Barboza, 15 ára Sindrakona, var á dögunum valin í hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum fyrir U15 núna í lok mars. Hún er ein af 30 stelpum sem valdar voru af Magnúsi Erni Helgasyni, landsliðsþjálfara U15 kvenna. Hún spilaði þrjá leiki með U15 í Póllandi í október og hefur verið að mæta á æfingar með...