2 C
Hornafjörður
26. maí 2024

Hafið – nýr skemmtistaður opnar

Þann 12. ágúst opnaði barinn Hafið í gamla Kartöfluhúsinu á Hornafirði. Verkefnið á sér nokkuð langan aðdraganda en í vetur tók Skinney – Þinganes ákvörðun um að innrétta efri hæð Kartöfluhússins sem bar og skemmtistað. Bjarni Ólafur Stefánsson og Kristinn Þór Óskarsson héldu utan um verkefnið og fengu til liðs við sig arkitektinn Magneu Guðmundsdóttur og hönnuðinn Brynhildi Pálsdóttur...

Aflabrögð

Ingvar hjá Fiskmarkaðnum sagði að landanir undanfarið hjá þeim væru svipaðar og í fyrra. Þó heldur meiri brælur. Það eru 16 strandveiðibátar sem hafa lagt upp hjá þeim og oftast ná þeir dagskammtinum. Sömuleiðis hefur Hvanney, sem er á dragnót, landað aðallega kola og steinbíti. Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi sagði að humarbátar hefðu farið vestur fyrir land um mánaðarmótin maí-júní og...

Kaffihús í Golfskálanum

Nú í byrjun sumars opnaði Cafe Tee í Golfskálanum við Silfurnesvöll. Þau sem reka kaffihúsið eru Arndís Lára Kolbrúnardóttir og sambýlismaður hennar Barði Barðason en þau komu til Hafnar fyrir um tveimur árum og líkar mjög vel hér. Þau höfðu alltaf haft kaffihúsa/bar draum og þegar þau sáu tækifærið að láta báða rætast létu þau slag standa. Kaffihúsið opnaði...

Lífæðin

Útgáfu bókarinnar Lífæðin, eftir þá Pepe Brix og Arnþór Gunnarsson, var fagnað í Skreiðarskemmunni laugardaginn 10. júní. Fjöldi fólks lagði leið sína á viðburðinn þar sem aðdragandi útgáfunnar var rakinn og ljósmyndum eftir höfundinn varpað upp á vegg. Fyrsta eintak bókarinnar var afhent Birni Lúðvík Jónssyni (Lúlla) en það vildi þannig til að hann kemur tvívegis fyrir í bókinni. Fyrst...

Sólsker ehf. vinnur til verðlauna

Þann 10. mars síðastliðinn á Hótel Natura var haldin Fagkeppni Meistarfélags kjötiðnaðarmanna. Ómar Fransson trillukarl og margverðlaunaður framleiðandi á gæðamatvælum úr fiski vann þar til verðlauna fyrir vörur sínar. Alls voru 17 keppendur í sama flokki og  Ómar en hann fékk gullverðlaun fyrir grafinn lax og brons fyrir reyktan lax.

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...