Vöruhúsið hlaut Hvatningaverðlaun íslensku menntaverðlaunanna
Vilhjálmur Magnússon forstöðumaður Vöruhúss tók við Hvatningaverðlaunum íslensku menntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum ásamt nemanda sínum Sigursteini Traustasyni. Vilhjálmur segir það mikinn heiður fyrir Vöruhúsið og starfið í Fab Lab smiðju Hornafjarðar að taka við Hvatningarverðlaunum Íslensku menntaverðlaunanna 2021. Vöruhúsið er nýsköpunar, list- og verkgreinahús okkar Hornfirðinga og hefur verið starfrækt síðan 2012. Starfsemin og húsið...
Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu...
Fyrirmyndarfyrirtæki á Suðurlandi
Viðskiptablaðið og Keldan hafa tekið saman lista yfir þau fyrirtæki, sem standa upp úr á Íslandi og eru þar með öðrum til fyrirmyndar í rekstri.
Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2020 og 2019 en rekstrarárið 2018 er einnig notað til viðmiðunar. Þau þurfa...
Rannsókn á þolmörkum Breiðamerkursands
Nýheimar Þekkingarsetur og Náttúrustofa Suðusturlands hafa tekið að sér framkvæmd rannsóknarverkefnis á þolmörkum Breiðamerkursands fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Að verkefninu koma einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og aðrar fagstofnanir auk sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna við verkefnið hófst í ágúst 2021 og áætlað er að því ljúki við lok árs 2022.
Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera...
Endurnýjun sjúkrabifreiðar
Nú er Rauði krossinn að fá sendingu númer tvö af sjúkrabifreiðum, og þegar þessi sending er komin í virkni eru komnir um 50 nýir sjúkrabílar til landsins. Alls eru rúmlega 90 bílar í landinu þannig að þetta er rúmlega helmings endurnýjun. Við hér á Höfn fengum einmitt einn til okkar í síðustu viku og er hann...