Málfríður malar. 11 maí
Nú er mér ekki til setunnar boðið deginum lengur. Um kvöldmatarleitið í gær þá sat ég við eldhúsborð hér í sveitarfélaginu (frekar smart eldhúsborð, svona óvalt gert úr alvöru niðursöguðu útlensku tré ) og það var ekkert á boðstólum EKKERT! Húsfreyjan hafði farið í Nettó en komið að tómum kofanum – ekki það að búðin hafi verið...
Málfríður malar
Nei, nú er sko komið nóg og er bikar minn orðinn svo barmafullur að upp úr honum flæðir. Ég verð því að tjá mig aðeins um sorpmál sveitarfélagsins. Vegna ,,vitundarvakningar” í sorpmálum í sveitarfélaginu á að bæta við okkur enn einu plastskrímslinu í innkeyrsluna eða upp við húsvegg öllum til ama og til lýtis við ásýnd fasteigna....
Gefum börnum tækifæri til að stuðla að góðri heilsu
Öll börn þurfa nægan svefn, næringarríkt mataræði og reglulega hreyfingu. Þetta er ekki flókin uppskrift en í amstri hversdagsleikans getur þetta reynst börnum og fjölskyldum þeirra erfitt. Svefn er eitt af því mikilvægasta sem ég ræði við börn og foreldra sem leita til mín á HSU vegna ýmissa vandamála. Mér finnst allt of lítil virðing borin fyrir...
Takk fyrir stuðninginn kæru Hornfirðingar
Félagar í Kiwanisklúbbnum Ós þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem Hornfirðingar sýndu í G-veislu klúbbsins núna í mars. Konur voru sérstaklega velkomnar að þessu sinni að njóta veitinga, veislu og dansleiks. Veislan tókst sérlega vel. Veislustjórinn Þorkell Guðmundsson sem er höfundur Pabbabrandara fór á kostum.
Matseðill var m.a. saltað hrossa- og sauðakjöt, hnísa...