Hornfirðingar í hátíðarskapi
Nú er allt að smella saman vegna Humarhátíðar 2019 sem haldin verður hátíðleg 28. - 30. júní. Fjölmargir hafa sett sig í samband við Humarhátíðarnefndina og boðið fram krafta sína í fjölbreyttu formi, einnig hefur nefndin haft samband við marga og alltaf fengið jákvætt og gott viðmót. Við treystum á að Hornfirðingar leggi okkur lið þegar kemur að því...
Er gott að eldast ? – staða eldri borgara í nútíð og framtíð
Félag eldri Hornfirðinga og Sveitarfélagið Hornafjörður stóðu að málþinginu „Er gott að eldast ? – staða eldri borgara í nútíð og framtíð“ þann 22. maí síðastliðinn í Nýheimum.
Í fyrri hluta málþingsins fengu gestir innsýn í stöðuna eins og hún er í dag hvað varðar þjónustu sveitarfélagsins við eldri borgara og hvað Félag eldri Hornfirðinga býður upp á í félagsstarfi...
Stóra málið
Umhverfið og sveitarfélagið
Ein af stóru áskorunum allra jarðarbúa er að bæta umgengni um jörðina okkar. Sem betur fer hefur orðið mikil vitundarvakning í umhverfismálum og hefur verið gaman að fylgjast með því hvað ungt fólk er meðvitað um ástandið og hvað það er reiðubúið að láta til sín taka.
Sveitarfélög og ríkið hafa mikilvægu hlutverki að gegna í umhverfismálum og...
Útskrift frá FAS
Þann 26. maí fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 20 stúdentar, einn nemandi lauk námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi lauk A stigi vélstjórnar.
Nýstúdentar eru: Aleksandra Wieslawa Ksepko, Arnar Ingi Jónsson, Arndís Ósk Magnúsdóttir, Birkir Atli Einarsson, Birkir Fannar Brynjúlfsson, Brandur Ingi Stefánsson,...
Sýning í Nýheimum
Síðastliðið haust var samsýningin „Frá mótun til muna“ sett upp í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, en að henni standa níu leirlistarmenn víðsvegar að af landinu. Hópurinn ákvað í kjölfarið að miðla þessari áhugaverðu þekkingu um fjölbreytileika þessarar listgreinar til almennings og gera sýninguna að farandsýningu. Fyrsti áfangastaðurinn í þeirri ferð er hér á Höfn í samstarfi við Menningarmiðstöðina og...