Vöktun náttúruverndarsvæða
Náttúrustofa Suðausturlands tekur þátt í stóru samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), náttúrustofa á landinu, Umhverfisstofnunar og þjóðgarða um vöktun náttúrufars á ákveðnum ferðamannastöðum. Verkefnið er unnið af frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins en NÍ heldur utanum verkefnið og er ábyrgðaraðili þess. Markmiðið er að vakta friðlýst svæði og aðra viðkvæma staði sem eru fjölsóttir og undir miklu álagi vegna...
Fuglinn sem verpti ekki eggjum
Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin er ein þeirra bóka sem út komu nú fyrir jólin. Höfundur er Sigurður Ægisson, guðfræðingur og þjóðfræðingur, en útgefandi eru Bókaútgáfan Hólar ehf. Hér er gripið niður í kaflann um einn af einkennisfuglum Skaftafellssýslna, helsingjann. Sá hefur líka verið nefndur bíldgæs, gagl, grænlandsgæs, helsingjagæs, helsingur, hrúðurkarlafugl, kinnótt gæs, krankfugl, prompa, sjófarhrafli og...
Miðhálendið verði þjóðgarður
Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra kynnir frumvarp um miðhálendisþjóðgarð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti frumvarp um Hálendisþjóðgarð á fundi með fréttamönnum þann 1. desember síðastliðinn. Frumvarp um Hálendisþjóðgarð var lagt fram á Alþingi á mánudaginn, en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Á miðhálendi...
Aukum eldvarnir – það er svo mikið í húfi
Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár en nú í skugga tíðra eldsvoða á heimilum og óvenjumargra banaslysa það sem af er ári. Þegar þetta er skrifað hafa sex látið lífið í eldsvoðum á árinu, langt umfram það sem almennt gerist. Það er því brýnt að...
Kæru íbúar sveitarfélagsins
Ég er glöð yfir því að einhvers konar svar hefur komið fram við grein minni í Eystrahorni 12. nóvember sl. En ég er ekki eins glöð yfir innihaldi þess svars. Hér er um að ræða grein sem Ásgrímur Ingólfsson ritar í Eystrahorn 19. nóvember sl. Þar setur hann fram þá sýn sem hann hefur á málefnið, fyrirhuguð...