Saman náum við árangri
Kiwanisklúbburinn Ós hefur starfað á Höfn í bráðum 34 ár. Fljótlega var stofnaður styrktarsjóður til að halda utan um ágóða af verkefnum klúbbsins sem fara í styrki. Fyrsta stóra verkefni klúbbsins var að gefa leikskólanum kastala og hefur Ós alltaf stutt leikskólann á Höfn gegnum árin. Nefna má að fyrsti styrkur vegna íþróttagleraugna hefur verið greiddur...
Framkvæmdir við Hafnarbraut
Sveitarfélagið Hornafjörður vill vekja athygli á því að framkvæmdir eru að hefjast við Hafnarbraut og gera má ráð fyrir truflun á umferð á götunni í sumar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í september. Skipt verður um lagnir, bæði fráveitu og vatnslagnir frá gatnamótum Hafnarbrautar og Víkurbrautar að Litlubrú og í Bogaslóð norðan Hafnarbrautar og Skólabrúar....
Vorverkin
Vorið er komið og sumarið á næsta leiti og því margir eflaust farnir að huga að garðinum sínum og þeim verkefnum sem þar bíða. Umhverfis-og skipulagssvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar vill koma nokkrum ábendingum á framfæri í því tilefni.
Það er ekki hægt að eitra fyrir skordýrum sem vilja gæða sér á grænum og...
Afkoma bænda er hluti af fullveldi þjóðarinnar
Fæðuöryggi Íslendinga er háð nokkrum forsendum. Fyrir það fyrsta að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, s.s. fiskistofnar og land til ræktunar. Að þekking á framleiðslu og tæki til framleiðslu séu til staðar og aðgengi að aðföngum sé tryggt. Íslensk matvælaframleiðsla er mjög háð innfluttum aðföngum – sérstaklega eldsneyti og áburði, en einnig fóðri og sáðvöru, tólum...
Ertu fædd/ur árið 1943 ?
Við erum fædd í miðri síðari heimstyrjöldinni, og vorum fermd árið 1957. Upplifðum allar helstu stefnur og strauma t.d. í tækniframförum, tónlist, gerðumst t.d.hippar eða blómabörn og stunduðu sveitaböllin stíft. Héraðsskólarnir voru líka mjög vinsælir og margir komu þaðan hálftrúlofaðir, allavega stútfullir af menntun. Sum fóru á síld, söltuðu síld og giftust flest um tvítugt og börnin...