Ertu fædd/ur árið 1943 ?

0
695

Við erum fædd í miðri síðari heimstyrjöldinni, og vorum fermd árið 1957. Upplifðum allar helstu stefnur og strauma t.d. í tækniframförum, tónlist, gerðumst t.d.hippar eða blómabörn og stunduðu sveitaböllin stíft. Héraðsskólarnir voru líka mjög vinsælir og margir komu þaðan hálftrúlofaðir, allavega stútfullir af menntun. Sum fóru á síld, söltuðu síld og giftust flest um tvítugt og börnin fæddust eitt af öðru. Okkur flestum þótti líka slátur, hangiket, saltkjöt og baunir, harðfiskur, hákarl, siginn fiskur og grásleppa frekar góð. Brauðsúpan sveik heldur ekki. Upplifðu er bjórinn var leyfður og þá skelltu menn sér á barinn og fengu sér einn til tvo öllara. Upplifðum tunglgöngu og lendingu traktors á Mars og síðast nú tekið þátt í heimsfaraldrinum skelfilega sem nefndur er Covid og höfum nú fengið tvær sprautur til varnar faraldrinum sem gefur okkur öllum von um betra líf. Allt framan að talið og margt fleira gerði okkur að sterkri kynslóð sem nú hefur lokið meiriháttar starfsnámi með lífsreynslu að vopni. Að þessu sögðu er mér mikill heiður að reyna að ná öllum þeim sem eru á Hornafirði og fædd 1943 saman í smá kaffisopa og hnallþóru yfir léttu spjalli.
Þeir sem vilja koma á þetta fermingarbarnamót endilega hafið samband við Hauk Helga Pétursson Þorvaldsson í gsm 897-8885 eða senda honum bréf, utanáskift Sandbakka 3 780 Höfn. Eða hitta kallinn út í Nettó eða á förnum vegi ! Höfum tíma fram á Uppstigningardag 13. maí 2021 að ná sambandi.
Bregðist skjótt við engu að tapa en allt að vinna. Rolling Stones eða Bítlarnir ? Fórum í Atlavík ! „Manstu gamla daga mörg þá gerðist saga„

Kveðja
Haukur Helgi fæddur í Vogamerkinu 1943