25 samningar um atvinnutengda starfsemi veturinn 2021-2022
Þann 9. júlí 2021 var auglýst eftir umsóknum um gerð samninga um íshellaferðir og jöklagöngur á Breiðamerkurjökli (vestan og austan Jökulsárlóns), Falljökli/Virkisjökli og Skeiðarárjökli. Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er óheimilt að reka atvinnutengda starfsemi í þjóðgarðinum án tímabundins nýtingarsamnings um slíka starfsemi. Í samningnum skal setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, m.a....
FAS mætir MH í Gettur betur
Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH.
Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr Ívarsdóttir og Sævar Rafn Gunnlaugsson. Til vara eru Almar...
Þakkir
Kæru Hornfirðingar,
Eftir árangursríkar og ævintýralegar tökur á nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, VOLAÐA LAND, í Hornafirði og nágrenni á síðasta ári, viljum við teymi kvikmyndarinnar þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir samstarfið. Stuðningur ykkar og velvild í garð verksins er okkur gífurlega mikils virði, aðeins með slíku samstarfi er það okkur mögulegt að takast...
Aðgengi að Fjárhúsavík takmarkað
Eins og flestum er sjálfsagt kunnugt var lokað á aðgengi að Fjárhúsavík í fyrrahaust vegna slæmrar umgengni. Eftir að svæðið var opnað á ný hafa íbúar almennt gengið nokkuð vel um. Aðkoman um daginn olli því töluverðum vonbrigðum og gefur tilefni til að endurskoða aðgengi að svæðinu.
Fjárhúsavík er eingöngu ætluð fyrir losun á garðaúrgangi frá íbúum sveitarfélagsins...
Áramótapistill bæjarstjóra
Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýárs með þökk fyrir árið sem nú er liðið um leið og ég óska ykkur hamingju og velfarnaðar á árinu 2022. Það er vaninn að líta yfir farinn veg á þessum tímamótum. Í pistli mínum fyrir ári síðan var Covid ofarlega í huga flestra, má segja að...