Leitin að fugli ársins
Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð. Kynntir eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/, sem m.a. voru tilnefndir af þeim sem tóku þátt í fyrra. Í það skiptið bar heiðlóan sigur úr býtum, vorboðinn okkar ljúfi. Á heimasíðu keppninnar má sjá þá fugla sem eru í forvali:...
Ætlar amma að vera endalaust í skóla?
Guðleif Kristbjörg Bragadóttir fór með eftirfarandi ræðu í útskrift hjá Fræðsluneti Suðurlands þann 31. maí síðastliðinn:
Kæru verkefnastjórar, starfsfólk, nemendur og aðrir gestir. Ég heiti Guðleif Kristbjörg Bragadóttir og útskrifast af Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Ég stend hér fyrir hönd nema Fræðslunets Suðurlands á Hornafirði og vil nýta tækifærið til þess að þakka...
Örnefnaskilti við Náttúrustíginn og Ægissíðu
Sett hafa verið upp skilti við Náttúrustíginn og á Ægissíðu þar sem finna má örnefni í umhverfi Hafnar. Síðastliðið sumar hóf Menningarmiðstöðin, með hjálp Náttúrustofu Suðausturlands upplýsingasöfnun á helstu örnefnum þeirra eyja og fjalla sem sjást frá Höfn, í þeim tilgangi að koma þeim á framfæri og ekki síst til varðveislu þeirra. Í nóvember s. l. voru...
Frábær Færeyjaferð
Út til eyja
Stundvíslega klukkan 10:30 miðvikudaginn 18. maí stigum við 43 eldri Hornfirðingar upp í rútu frá Vatnajökull Travel og hófum þar með ferð til að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Eftir smá stopp á Egilsstöðum var ekið yfir kuldalega Fjarðarheiði og niður á Seyðisfjörð þar sem hersingin steig um borð í...
Skógræktarfélag A- Skaft.
Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu var stofnað árið 1952 og á því 70 ára afmæli nú í ár. Aðalfundur félagsins var haldinn s.l. þriðjudag og af því tilefni verða hér birtir punktar úr skýrslu formanns. Síðasti aðalfundur var haldinn 29. apríl 2021 þar sem núverandi stjórn var samþykkt en hana skipa:
Formaður: Björg Sigurjónsdóttir Gjaldkeri:...