1.400 kílómetrar!
Kjördæmavika Alþingis er að baki. Þá starfar þingið ekki heldur gefst alþingismönnum færi á að fara um kjördæmi sín og heilsa upp á fólk á heimaslóðum sínum. Allir þingmenn Suðurkjördæmis ferðuðust saman í kjördæmavikunni og hittu sveitarstjórnarfólk í síðustu viku. Að baki eru nær 1.400 kílómetra akstur og það segir sína sögu....
Ekki vera sófakartafla!
Við höfum öll heyrt að reglubundin hreyfing er að öllum líkindum eitt öflugasta meðal og meðferðarúrræði sem við höfum þegar kemur að því að viðhalda góðri heilsu og líkamlegri virkni út lífið. Hvers vegna kjósum við þá svona oft að setja hreyfingu EKKI Í FORGANG? Gæti verið að þú sért undir miklu álagi í vinnu eða ert...
Lónsöræfaferð 10. bekkinga
Mánudaginn 12. september lagði 10. bekkur í Grunnskóla Hornafjarðar af stað í námsferð upp í Lónsöræfi. Farið var á fjórum bílum og nemendur ásamt fararstjórum skilin eftir uppi á Illakambi. Hver nemandi var með stóran bakpoka sem innihélt meðal annars nesti, hlýjan og léttan útifatnað, föt til skiptanna og allskonar hreinlætisáhöld. Einnig var öllum sameiginlega matnum skipt...
Hvað er að frétta af Menningarmiðstöð Hornafjarðar?
Er eitthvað af frétta af Menningarmiðstöðinni? Þetta er spurning sem við fáum oft en fátt er um svör. Ef undanskilið er Listasafn Svavars Guðnasonar berast litlar fréttir af starfseminni þar.
En nú eru komnar fréttir sem við teljum að íbúar Hornafjarðar eigi rétt á að vita. Búið er að þvinga Auði Mikaelsdóttur, safnvörð í Svavarssafni, til uppsagnar...
Afhverju öndunaræfingar?
Flest okkar erum að anda of grunt og of hratt, afþví leiðir að við fáum ekki nóg súrefni og losum ekki nógan koltvísýring út úr líkamanum. Hver einasta fruma líkamans þarf súrefni til að geta starfað eðlilega. Grunn öndun þjálfar lungun ekki eins vel og djúp öndun. Hugur og öndun eru mjög tengd og því stjórnast öndunin...