Stóra upplestrarkeppnin

0
1229
Karen Hulda, Atli og Elín Ósk með verðlaunin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór að þessu sinni fram í Hafnarkirkju miðvikudaginn 12. mars. Keppendur voru alls 14 og komu ellefu frá Grunnskóla Hornafjarðar, tveir frá Djúpavogsskóla og einn úr Grunnskólanum Hofgarði í Öræfum. Keppendur stóðu sig öll vel og var unun að hlýða á lesturinn. Sigurvegari keppninnar var Elín Ósk Óskarsdóttir í Grunnskóla Hornafjarðar, í öðru sæti var Sigurður Atli Egilsson í Djúpavogsskóla og í þriðja sæti var Karen Hulda Finnsdóttir í Grunnskóla Hornafjarðar.
Dómnefnd skipuðu: Baldur Sigurðsson formaður dómnefndar, Elísabet Guðmundsdóttir, María Gísladóttir, Gísli Magnússon og Zophonías Torfason. Kynnir á keppninni var Arna Lind Kristinsdóttir nemandi í 8. bekk Grunnskóla Hornafjarðar. Um tónlist sáu nemendur úr Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu og Tónskóla Djúpavogs.
Mjólkursamsalan bauð upp á kókómjólk með veitingunum sem foreldrar nemenda í 7. bekk sáu um en voru í boði skólaskrifstofu Hornafjarðar.
Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og jafnframt þökkum við öllum keppendum fyrir fallegan upplestur.