Minigolfnámskeið fyrir eldri borgara

0
497

Þriðjudaginn 5. júlí verður boðið upp á minigolfnámskeið fyrir eldri borgara á minigolfvelli Hornfirðinga við Ekru. Hægt verður að skrá sig í hóp kl. 15:00 eða 16:00. Tíu pláss í hvorum hóp.
Skráning fer fram á skráningarblaði sem er í Ekru. Einnig má hafa samband í síma 846-0161. Þar sem takmörkuð pláss eru í boði, er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Okkar fremsti golfari, Halldór Sævar Birgisson, verður með námskeiðið.
Námskeiðið er frítt fyrir eldri borgara og er hluti af samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Félagi eldri Hornfirðinga.

Sindri Ragnarsson
Verkefnastjóri Virkniúrræða
Sveitarfélaginu Hornafirði