Lestrarhestur 2020

0
991
Svanborg Rós með verðlaunin. Mynd: Tim Jung

Í sumar var Menningarmiðstöð Hornafjarðar með lestrarátakið Lestrarhestur 2020 fyrir börn á grunnskólaaldri og stóð átakið frá 8. júní til 24. ágúst. Krakkarnir þurftu að lesa 10 bækur og fylla út þátttökublað og þá voru þau kominn í pottinn. Nú á dögunum veitti Menningarmiðstöðin verðlaun og viðurkenningar í átakinu. Afhendingin fór fram á bókasafninu. Fjöldi barna, á aldrinum fjögurra til ellefu ára gömul, tók þátt og veitti MMH 8 börnum viðurkenningu með bókargjöf. Viðurkenningu fengu: Anna Herdís. Gunnar Leó, Embla Guðný, Laufey Ósk, Jóhann Frans, Theódór Árni, Stefán Birgir og Dominyka.
Sigurvegari var Svanborg Rós. Menningarmiðstöðin er að vonum kát með þátttökuna og hvetur börn, og öll til að halda áfram að lesa og lesa og lesa.