Kvískerjasjóður úthlutar styrkjum ársins 2021

0
602
Veðurstofan/Árni Sigurðsson

Nýlega úthlutaði Kvískerjasjóður styrkjum ársins 2021. Sautján umsóknir bárust og hlutu tólf verkefni styrk að þessu sinni. Hlutverk Kvískerjasjóðs er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúru- og menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu. Frá upphafi hefur sjóðurinn stutt við margvísleg metnaðarfull verkefni sem bæði eru mikilvægt framlag inn í vísindaheiminn en ekki síður munu þau geta gagnast til að styrkja framþróun byggðar í Austur-Skaftafellssýslu. Á heimasíðu Kvískerjasjóðs verður eftir því sem mögulegt er og í samráði við styrkþega hægt að nálgast upplýsingar um niðurstöður verkefna.
Það er mat sjóðsstjórnar að Kvískerjasjóður hafi sannað gildi sitt, verið hvati að margvíslegum rannsóknum í Austur-Skaftafellssýslu og þannig stuðlað að framhaldi þess umfangsmikla vísindastarfs systkinanna á Kvískerjum sem honum var ætlað við stofnun 2003.
Verkefnin sem hlutu styrk eru:

 • Endurhönnunn Kvískerjavirkjunar
 • Kortlagning Jökulsárlóns með fjölgeisladýptarmælingum
 • Landnám lífs við hörfandi jökla og fyrstu vísar að samfélögum plantna og örvera
 • Stafafura (Pinus contorta) í Austur-Skaftafellssýslu – mat á ágengni
 • Kortlagning undirdjúpanna
 • Skúmanjósnir – hvað étur skúmurinn og hver étur skúminn?
 • Tröllasmiður – kortlagning útbreiðslu
 • GPS merking á helsingja
 • Breiðamerkurjökull – landslagsþróun á komandi öld
 • Hrúftjallstindar: Remote sensing geological survey of the flank and interior of Öræfajökull volcano
 • Í ríki Vatnajökuls
 • Endurminningar Guðjóns R. Sigurðssonar

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsvæði Kvískerjasjóðs, www.kviskerjasjodur.is. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um verkefni sem áður hafa verið styrkt af sjóðnum.