Nú í vikunni kom fyrsti hlaðvarpsþáttur Eystrahorns á netið. Með því að framleiða hlaðvörp erum við að stækka miðilinn, ná til stærri markhóps og búa til meira áhugavert efni fyrir íbúa í Sveitarfélaginu Hornafirði. Í þáttunum er lögð áhersla á mannlega þáttinn, við kynnumst áhugaverðu fólki í samfélaginu okkar og fáum innsýn í þeirra líf.
Hægt er að nálgast þættina á heimasíðu Eystrahorns www.eystrahorn.is/hladvarp/ og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Við vonum að lesendur, og nú hlustendur, taki þessu framtaki okkar vel og hlusti á fyrsta þáttinn, en Kristín Guðrún Gestsdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrsti viðmælandi okkar.