Gróska félagslandbúnaður

0
429

Í desember á síðasta ári fékk Nýheimar Þekkingarsetur styrk úr Matvælasjóði til að vinna að þróun hugmyndar Grósku um félagslandbúnað í Hornafirði.
Markmið Grósku eru að virkja og fræða íbúa til sjálfbærrar matjurtaræktunar og verslun matvæla úr heimabyggð í þeim tilgangi að efla hringrás matvæla innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Unnið er nú að útfærslu hugmyndarinnar ásamt þarfagreiningu þar sem við viljum virkja tengsl milli neytenda og framleiðenda í Sveitarfélaginu. Draumur Grósku er að skapa sælureit á miðsvæði Hafnar í Hornafirði þar sem íbúar og gestir geta komið saman og fræðst um sjálfbæra ræktun.
Kynningarfundur verður haldinn í Nýheimum 22. mars næstkomandi klukkan 12:00, þar sem verður boðið upp á súpu og frekari kynningu á Grósku Félagslandbúnaði og verkefninu. Við viljum hvetja alla að mæta.
Okkur langar einnig að biðja þig kæri lesandi að svara nokkrum laufléttum spurningum fyrir okkur sem mun hjálpa við framvindu verkefnisins.

Það ætti ekki að taka nema 2 mínútur svara, sjá link á könnun hér.

Frekari upplýsingar veita verkefnastjórar Grósku, Anna Ragnarsdóttir Pedersen (anna@nyheimar.is) og Guðný Gígja Benediktsdóttir (gudny@nyheimar.is)