Frá Tónskóla A-Skaft. – Dagur tónlistarskólanna

0
676

Laugardaginn 8. febrúar verður opið hús hjá Tónskóla A-Skaft í Sindrabæ. Þar munu allir nemendur skólans, einleikarar og hljómsveitir koma fram og spila fyrir gesti og gangandi. Einnig munum við bjóða upp á smá tónlistarkeppni þar sem foreldrar, nemendur og gestir geta keppt í visku sinni í tónlist. Um hádegisbilið mun svo verða sérstakt prógram fyrir forskólanemendur þar sem lagt verður uppúr að kynna hljóðfæri og námið í tónskólanum.
Nánari upplýsinga um dagskrána verður sett inn á heimasíðu skólans en hana má finna á www.hornafjordur.is í þjónustuflipanum.