Áfram stíginn!
Á síðasta kjörtímabili var lyft grettistaki í gerð göngustíga á Höfn. Malbikaði stígurinn meðfram firðinum að vestanverðu var framlengdur og er mikið notaður. Það að stígurinn sé malbikaður gefur mikla möguleika á notkun stígsins fyrir barnavagna, reiðhjól, götuhlaup, rólega göngutúra og síðast en ekki síst rafskutlur og hjól með eldri borgara. Má með sanni segja að stígurinn...
Gjaldfrjálsar náms- og vettvangsferðir grunnskólabarna
Það er nokkuð augljóst að við búum í fallegustu sýslu landsins með sjálfan Vatnajökulsþjóðgarð í næsta nágrenni. Náttúrufegurðin umlykur okkur og stutt að fara til að njóta.
Nemendur Grunnskóla Hornafjarðar fá svo sannarlega að upplifa þetta enda farið í náms- og vettvangsferðir með hvern árgang á mismunandi slóðir og verða ferðirnar umfangsmeiri eftir því sem nemendur verða eldri.
Ég...