Takk!
Nú eru aðeins tveir stuttir dagar í kosningar þar sem að við öll höfum tækifæri til að segja hug okkar og kjósa þá fulltrúa sem við treystum best fyrir ákvörðunum sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Síðustu vikur hafa frambjóðendur keppst við að segja frá öllum sínum markmiðum, áætlunum og nákvæmum skrefum í hinum ýmsu málum. Næstu...
Kex fyrir alla!
Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Við Þorgrímur bróðir og Birna mágkona mín vorum tiltölulega nýbúin að opna veitingastað í miðjum heimsfaraldri og mér fannst ég hreinlega hafa nóg á minni könnu. Ég hafði...
Leikskólinn Sjónarhóll
Þegar grunnþjónustan blómstar, blómstrar samfélagið. Leikskóli er einn af grunnstoðum hvers samfélags.
Leikskólinn Sjónarhóll nær ekki að blómstra eins og staðan er núna og hefur það slæm áhrif á samfélagið og ímynd sveitarfélagsins út á við. Við viljum að sveitarfélagið vaxi, íbúafjöldi aukist og að barnafjölskyldur sjái tækifæri í því að flytja í Sveitarfélagið Hornafjörð. Þegar fjölskylda...
Ágætu íbúar
Þakklæti og auðmýkt er okkur efst i huga. Úrslit kosninga skiluðu okkur 3 fulltrúum í bæjarstjórn. Ykkar stuðningur skiptir máli og viljum við sjálfstæðismenn í sveitarfélaginu Hornafirði þakka fyrir góðar ábendingar og að íbúar hafi gefið sér tíma til að mæta á viðburði og í spjall um málefni sveitarfélagsins okkar. Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg allt...
Íbúalýðræði
Í dag þykir sjálfsagt að valdhafar boði íbúalýðræði og bjóði almenningi til samtals með fundum, bæði í raunheimum og á rafrænum fundum þar sem íbúar fá að segja sína skoðun á málefnum dagsins og hafa áhrif á gang mála í sínu nær samfélagi. Tækninni fleygir fram og því verður auðveldara að fá fram vilja almennings í hinum...