Nemendur FAS kynna sér Cittaslow
Einn þeirra áfanga sem er kenndur í FAS þessa önn heitir Erlend samskipti og í honum eru núna 10 nemendur. Þessi áfangi er hluti af þriggja ára samskiptaverkefni undir merkjum Nordplus. Í verkefninu eru skólar í Finnlandi, Noregi og Íslandi að vinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Áherslan þessa önn er á heimsmarkmið 12 sem fjallar um ábyrga...
Vínartónleikar og skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2022
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fagnar sumri með Vínartónleikum á Kirkjubæjarklaustri og Höfn og skólatónleikum fyrir nemendur í fjórum grunnskólum; Víkurskóla, Kirkjubæjarskóla, Grunnskólanum Hofgarði og Grunnskóla Hornafjarðar.
Fyrri Vínartónleikarnir verða 7. maí á Klaustri og þeir seinni í Menningarmiðstöð Hornafjarðar sunnudaginn 8. maí. Á efnisskrá tónleikanna verða Straussvalsar og Kampavínsgallopp svo eitthvað sé nefnt og einsöngvari með hljómsveitinni verður Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Mánudaginn...
Veðurfar 2007-2017
Meðfylgjandi eru tvær myndir og tafla sem sýna grófa samantekt á völdum veðurþáttum fyrir veðurstöð Veðurstofu Íslands, númer 705 á Höfn í Hornafirði. Samantektin er unnin upp úr gögnum um mánaðarmeðaltöl, sem aðgengileg eru almenningi á vef Veðurstofu Íslands (e.d.).
Meðalhiti mánaða á tímabilinu 2007-2017 ásamt hæsta og lægsta
mælda gildi.
Þakkir
Kæru Hornfirðingar,
Eftir árangursríkar og ævintýralegar tökur á nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, VOLAÐA LAND, í Hornafirði og nágrenni á síðasta ári, viljum við teymi kvikmyndarinnar þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir samstarfið. Stuðningur ykkar og velvild í garð verksins er okkur gífurlega mikils virði, aðeins með slíku samstarfi er það okkur mögulegt að takast...
Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 11. mars var mikið um dýrðir hér í Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar þess. Alls voru 20 styrkir veittir, það voru styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundanefndar, og styrkir úr atvinnu- og rannsóknasjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram...