Sorphirðukönnun – Þrjár eða fjórar tunnur við heimili?
Á nýju ári verður sveitarfélögum skylt að safna fjórum úrgangsflokkum við hvert heimili í þéttbýli þ.e. pappa og pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi. Úrgangsflokkarnir verða að vera aðskildir við söfnun og því er nauðsynlegt að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Söfnunina má framkvæma með ýmsum hætti og því vill sveitarfélagið kanna afstöðu íbúa í þéttbýli...
Viltu vera Gleðigjafi?
Þegar haustar þá fara söngfuglarnir á stjá, og eru Gleðgjafar þar engin undantekning. Vart þarf að kynna hópinn, hann hefur tekið fullan þátt í menningarlífi/sönglífi staðarins. Innanborðs eru þetta hátt á þriðja tug söngmanna, en alltaf verða skil af og til. Síðasta starfsár var mjög fjölbreytt og sungum við víða og stefnum á að halda góðum dampi...
Stíll hönnunarkeppni
Um helgina fóru undirrituð til Reykjavíkur til að keppa í Stíl sem er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva. Í keppninni í ár voru 18 lið frá 16 félagsmiðstöðvum og lentum við í 3. sæti og erum við mjög stolt af árangri okkar. Þemað í ár var geimurinn og hönnuðum við og saumuðum kjól með tilvísun í tunglið...
Nýheimar fögnuðu 20 ára afmæli
Laugardaginn 27. ágúst sl. var 20 ára afmæli Nýheima haldið hátíðlegt. Haldin voru nokkur erindi af tilefninu, Gísli Sverrir Árnason, fyrrv. formaður byggingarnefndar Nýheima tók til máls ásamt Eyjólfi Guðmundssyni fyrrv. skólameista FAS og einnig bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson. Kynnir var Ragnhildur Jónsdóttir. Mikið var um að vera í húsinu, Náttúrustofa Suðausturlands sýndi frá starfi sínum...
„Hjálpum börnum heimsins“
Kjörorð Kiwanis stendur vel undir nafni, en ágóði af Groddaveislu Kiwanisklúbbsins Óss mun renna til styrktar flóttabörnum frá Úkraínu að upphæð krónum 400.000. Félagi í Ós er með sterk tengsl við Úkraínu og liggja tengsl Kiwanishreyfingarinnar í Evrópu sterk til hjálpar. Klúbbar í Rúmeníu, Póllandi og Austurríki til að nefna nokkra eru að aðstoða flóttafólk við...