Bygging hjúkrunarheimils á Höfn
Þann 22. júlí s.l. birtist frétt á vef Heilbrigðisráðuneytisins þess efnis að tilboð Húsheildar ehf. í byggingu hjúkrunarheimilis á Höfn hefði verið samþykkt af heilbrigðisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sveitarfélaginu Hornafirði. Með þessari samþykkt hefur markverðum áfanga verið náð í sambandi við framkvæmd þessa, sem heimamenn hafa barist fyrir um árabil og er svo sannarlega ástæða til...
Rafíþróttadeild Sindra byrjar með krafti
Rafíþróttadeild Sindra hóf starfsemi sína síðasta haust af krafti og hefur starfið gengið ákaflega vel með aðstöðu í Vöruhúsinu. Fljótlega kom þó í ljós þörfin fyrir deildina að eiga sínar eigin tölvur fyrir iðkendur að nota og að vera í aðstöðu sem þau gætu haft útaf fyrir sig. Deildinni barst stuðningur frá Hirðingjunum varðandi tölvukaup og nú...
Næturútvarp í Svavarsafn
Næsti listamaður sem sýnir í Svavarssafni er Ásta Fanney Sigurðardóttir. Verk hennar eru ekki bara bundin við striga eða rými heldur vinnur hún frjálst með tóna, hljóð, orð og gjörninga í verkum sínum. Meðal verka í þeim anda eru verkin Lunar-10.13&Gáta Nórensu sem hún sýndi á listahátíð í Reykjavík, en Ásta Fanney hefur m.a. sýnt verk sín...
Hinsegin vika í Sveitarfélaginu Hornafirði
Síðastliðin vika var fyrsta Hinsegin vika sveitarfélagsins og vill það leggja sitt af mörkum til þess að hér megi öllum líða vel og að allir fái að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.
Markmið vikunar er að auka fræðslu og skapa umræður sem tengjast hinsegin málum og fagna í leiðinni fjölbreytileikanum.
Þekkingarsetrið Nýheimar gáfu nemendum FAS skraut sem nemendur...
Leiklistarstarfsemi sumarið 2022 og götuleikhús
Þeir Hornfirðingar sem komnir eru til vits og ára muna eflaust eftir litskrúðugu götuleikhúsi sem opnun á okkar ástkæru Humarhátíð. Skrautlega klæddir einstaklingar, spúandi eldi í allar átti og sumir jafnvel á stultum! Allskonar skemmtilegar fígúrur svo ekki sé talað um margra metra langa drekann sem hlykktist um götur bæjarins. Flögg og skraut, englar svífandi í...