Hinsegin vika í Sveitarfélaginu Hornafirði

0
460

Síðastliðin vika var fyrsta Hinsegin vika sveitarfélagsins og vill það leggja sitt af mörkum til þess að hér megi öllum líða vel og að allir fái að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.
Markmið vikunar er að auka fræðslu og skapa umræður sem tengjast hinsegin málum og fagna í leiðinni fjölbreytileikanum.
Þekkingarsetrið Nýheimar gáfu nemendum FAS skraut sem nemendur notuðu til að skreyta Nýheima. Vegleg dagskrá var í boði sveitarfélagsins, frítt var í bíó í Sindrabæ á myndina „Call me by your name“ þriðjudaginn 29. mars.
Samtökin 78 voru svo með fræðslu fyrirlestur í Nýheimum og var fyrirlesari Mars Proppé, gjaldkeri samtaka 78. Haldnir voru nokkrir fyrirlestrar yfir daginn fyrir ólíka hópa, t.d nemendur FAS annarsvegar og starfsmenn FAS og Nýheima hinsvegar og starfsfólk sveitarfélagsins, en einnig var almennur fyrirlestur fyrir íbúa þess.
Boðið var upp á „Human Library“ á bóksafninu, það hefur verið gert áður og hefur verið mikil ánægja með þann viðburð. Því miður féll niður regnbogagangan sem átti að halda á föstudaginn, en hún verður auglýst aftur síðar.