Mikilvægi Hornafjarðarflugvallar
Á tímum sem þessum þar sem allar líkur eru á því að eldsumbrot séu að hefjast á Reykjanesskaganum (ef þau eru ekki hafin þegar þessi grein birtist) þurfum við að huga sérstaklega að flugsamgöngum til og frá landinu. Það er gríðarlega mikilvægt að flugvellir á landsbyggðinni verði efldir. Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllur hafa verið efldir síðustu ár en...
Humarhátíð 2018 með breyttu sniði
Humarhátíð verður að þessu sinni í höndum áhugahóps sem stóð m.a. fyrir Heimatjaldinu og Morávekpallinum á Humarhátíð 2017. Hópurinn sóttist eftir að fá tækifæri til að endurskoða og færa hátíðina yfir til okkar Hornfirðinga. Þessir viðburðir á síðastliðinni Humarhátíð heppnuðust með eindæmum vel, mikil gleði ríkti hjá íbúum sem vildu gjarnan taka þátt, mættu margir til að leggja sitt...
Rannsókn á þolmörkum Breiðamerkursands
Nýheimar Þekkingarsetur og Náttúrustofa Suðusturlands hafa tekið að sér framkvæmd rannsóknarverkefnis á þolmörkum Breiðamerkursands fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Að verkefninu koma einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og aðrar fagstofnanir auk sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna við verkefnið hófst í ágúst 2021 og áætlað er að því ljúki við lok árs 2022.
Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera...
Veitingastaðurinn Birki
Einar Birkir Bjarnason og Þórhildur Kristinsdóttir reka nýjan veitingastað að Hafnarbraut 4 sem ber nafnið Birki, þar sem Humarhöfnin var áður til húsa. Einar Birkir er fæddur og uppalinn á Hlíð í Lóni og hefur alla tíð búið á Höfn fyrir utan þau ár sem hann fór suður til Reykjavíkur til að fara í matreiðslunám. Þórhildur Kristinsdóttir...
Íslandsmót 5. deildar karla á Silfurnesvelli
Dagana 12. – 14. ágúst var mikið líf og fjör á Silfurnesvelli þegar Íslandsmót 5. deildar karla í golfi var haldið á vellinum. Keppendur komu víða að, frá Ólafsvík, Grundafirði, Dalvík og Egilsstöðum. Í sveit GHH voru þeir Halldór Sævar Birgisson, Halldór Steinar Kristjánsson, Óli Kristján Benediktsson, Jón Guðni Sigurðsson, Kristinn Justiniano Snjólfsson og Sindri Ragnarsson. Fyrirfram...