Lokametrar PEAK verkefnisins
Í síðustu viku lauk tveggja daga vinnufundi samstarfsaðila FAS í Erasmus+ nýsköpunarverkefninu New Hights for Youth Entrepreneurs – PEAK. Markmið verkefnisins er að vinna námsefni fyrir bæði leiðbeinendur og kennara ungra frumkvöðla í fjallahéruðum og dreifðum byggðum, sem og fyrir frumkvöðlana sjálfa. Verkefnavinna sem þessi er liður í starfi FAS við að efla og hlúa að almennri...
“Stories with bodies”
Þann 25. febrúar síðastliðinn sýndu 6 nemendur úr FAS afrakstur tveggja mánaðar vinnustofu sem bar heitið “Stories with bodies”. Tess Rivarola var með umsjón með verkefninu og áttu nemendur að deila sambandi sínu við þjóðsögur með líkamstjáningu. Sýningin var mjög áhugaverð og gaman var að sjá hve nemendurnir voru skapandi í túlkun sinni. 28 manns mættu...
Þorvaldur þusar 9.nóvember
Skipulagsmál Hluti 1.
Í næstu pistlum ætla ég að þusa vítt og breitt um skipulagsmál í Hornafirði. Skortur á byggingarhæfum lóðum hefur lengi verið viðvarandi í þéttbýlinu á Höfn. Þessi skortur hefur mjög líklega haft áhrif á þróun byggðar einkum og sér í lagi á seinni árum. Vissulega hafa verið gerðar tilraunir til...
Öflug starfsemi Fræðslunetsins á Höfn og í nágrenni
Róslín Alma Valdemarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi og leysir Sædísi Ösp Valdemarsdóttur af á meðan hún er í barneignarleyfi. Róslín er margmiðlunarfræðingur að mennt frá Tækniskólanum og eins og margir eflaust vita þá býr hún hér á Höfn ásamt unnusta sínum og syni. Við bjóðum Róslín velkomna til starfa....
Hvað er Kiwanis ?
Oft erum við spurðir hvað Kiwanis er.
Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa það að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna.
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir....