Kiwanis afhendir reiðhjólahjálma
Þann 28. maí fór fram afhending reiðhjólahjálma til 1. bekkinga Grunnskóla Hornafjarðar. Kiwanisfélagarnir Jón Áki Bjarnason forseti Kiwanisklúbbsins Óss og umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson félagi í Ós mættu og dreifðu hjálmunum. Með í för var Grétar Þorkelsson lögreglumaður sem útskýrði fyrir börnunum öryggi þess að nota hjálm. En öllu starfi hjá Ós hefur seinkað eða...
Harmljóð um hest
Hlynur Pálmason, myndlistarmaður og kvikmyndaleikstjóri lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð í Kaupmannahöfn en býr og starfar á Höfn í Hornafirði. Hlynur vinnur jöfnum höndum að myndlist og kvikmyndagerð. Í Svavarssafni sýnir hann seríu samtímaljósmynda sem hann hefur unnið að undanfarin ár samhliða kvikmyndagerð. Sýningarstjóri er Ástríður Magnúsdóttir. Sýningin er öllum opin og stendur til 15. maí 2022....
Nýsköpunarverkefni á vegum Náttúrustofu Suðausturlands fékk 8.5 milljóna styrk
Nýlega úthlutaði Loftslagssjóður styrkjum í verkefni ársins 2021. Sjóðnum bárust 158 umsóknir og voru 24 þeirra styrktar eða um 15% umsókna sem sóttu um, 12 nýsköpunarverkefni hlutu styrk og 12 kynningar- og fræðsluverkefni. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, en hann heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við verkefni...
Fab Lab í vetur
Starfið í Fab Lab smiðju Hornafjarðar hefur á síðustu mánuðum komist í eðlilegt horf eftir langt framkvæmdatímabil og auðvitað heimsfaraldur sem hefur sett svip sinn á líf okkar allra. Fab Lab kennsla í grunnskólanum hefur gengið mjög vel sérstaklega sem kemur að þrívíddarteikningu og þrívíddarprentun. Guðjón Magnússon hefur tengt saman kennslu í Fab Lab og Dungeons &...
Þakkir
Hirðingjarnir gáfu fyrr í haust sófa í Kátakot, frístund Grunnskóla Hornafjarðar. Hann nýtist afar vel, þar er gott að tylla sér smástund, kíkja í bók eða spjall. Hirðingjarnir hafa oft reynst Kátakoti vel og t.d fært börnunum skemmtileg leikföng. Við þökkum kærlega fyrir gjafirnar, nú sem fyrr.
Starfsfólk Kátakots