Mikilvægi menntunar í ferðaþjónustu til að auka verðmætasköpun í framtíðinni
Þrátt fyrir að verulegur samdráttur ríki nú í ferðaþjónustu og að horfurnar séu neikvæðar til skamms tíma, er mikilvægt að sjá tækifæri í þeirri stöðu sem virðist við fyrstu sýn nokkuð vonlaus. Við í Austur-Skaftafellssýslu verðum að endurmeta styrkleika okkar og nýta möguleikana sem til staðar eru innan héraðsins sem leynist í náttúru svæðisins og fólkinu...
Jöklamælingar í FAS
Það má segja að síðasta vika hafi verið tími jöklamælinga í FAS en þá voru bæði Fláajökull og Heinabergsjökull mældir. Þessar mælingaferðir eru hluti af vinnu í jarðfræðiáfanga annars vegar og inngangsáfanga að náttúruvísindum hins vegar. Nemendur kynnast mismunandi vinnubrögðum í vísindum auk þess sem tækifærið er notað til að virða umhverfið fyrir sér og rifja upp...
Útskrift frá FAS
Síðasta laugardag fór fram útskrift í FAS. Vegna takmörkunar á því hversu margir mega koma saman var útskrifað í tveimur hópum. Venjan er að skólameistari sjái um útskrift, en að þessu sinni voru það nokkrir kennarar ásamt skólameistara sem sáu um að ávarpa og kveðja útskriftarefni. Meðal útskriftanemenda núna voru tvær stúlkur sem tóku sitt stúdentspróf í...
Framboðið Kex
Næstkomandi miðvikudag, þann 23. febrúar, verður stofnfundur framboðsins Kex haldinn í Nýheimum. Framboðið Kex er hópur ungs fólks sem hingað til hefur ekki látið til sín taka í sveitarstjórnarmálum. Við eigum það öll sameiginlegt að hafa valið okkur Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðar heimili og höfum við skýra og einlæga sýn á samfélagið sem við viljum búa í. ...
Spjallað við Hrefnu, Kötu og Sverri
-í Félagi Harmonikkuunnenda í Hornafirði og nágrenni, F.H.U.H
Á sunnudagsmorgni, fallegum haustdegi býður, Hrefna stjórnarmeðlimum heim í stofu í spjall. Harmonikkan hljómar í sveiflandi valsi og í stofunni er morgunverðarhlaðborð hvar þremenningarnir sitja með morgunkaffið og spjalla.
,,Má ég ekki eiginlega kalla ykkur framkvæmdanefndina? Það er nú afrek að setja í...