Komið að tímamótum – þakka fyrir mig
Tæp átta ár eru síðan ég endurvakti útgáfu Eystrahorns. Þá tók ég fram að um þriggja mánaða tilraunaútgáfu væri að ræða. Það hefur teygst á þessum þremur mánuðum sem eru að verða átta ár. Með miklu aðhaldi, þar sem blaðsíðufjöldi hefur verið miðaður við tekjur, hefur þetta gengið.
Nú er komið að tímamótum og þetta tölublað er það síðasta sem...
Sindri Örn og Vöruhúsið
Sindri Örn Elvarsson er forstöðumaður Vöruhússins. Þar getur fólk unnið að ýmsum föndurverkefnum með þeim tækjum og tólum sem þar eru að finna.Bæði grunnskólinn og framaldsskólinn nýta sér aðstöðuna til þess að vinna að skapandi verkefnum. Fab Lab er einnig opið fyrir almenning þegar ekki er kennsla í húsnæðinu.Markmið Sindra er fyrst og fremst að halda áfram...
Bókakynning og ljóðalestur í Þórbergssetri á Hala
Bókaútgáfa Félags ljóðaunnenda á Austurlandi og önnur starfsemi félagsins verður kynnt í Þórbergssetri á Hala sunnudaginn 30. apríl 2023. Dagskráin hefst klukkan 13:30 og lýkur klukkan 15:30. Stjórn félagsins stendur að kynningunni í samstarfi við Þorbjörgu Arnórsdóttur, forstöðumann Þórbergsseturs. Eftirtalið stjórnarfólk kemur fram á samkomunni og segir frá bókum félagsins og flytur ljóð úr þeim: Arnar Sigbjörnsson...
Golfmót Sindra 2023
Golfmót Knattspyrnudeildar Sindra og Golfklúbbs Hornafjarðar var haldið laugardaginn 23. september í góðu haustveðri. Þátttakan var góð þar sem 29 keppendur voru skráðir til leiks en um var að ræða Texas scramble fyrirkomulag þar sem tveir þátttakendur spila saman. Vinningar voru fjölmargir og hver öðrum glæsilegri. Keppnin var ansi jöfn en niðurstaðan var þessi:
Útgáfutónleikar ADHD 8 í Hafnarkirkju
Föstudagskvöldið 14. apríl mun hljómsveitin ADHD halda tónleika í Hafnarkirkju. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð sem þeir félagar halda í dagana 11.- 14. apríl og eru því tónleikarnir í Hafnarkirkju þeir síðustu í röðinni. Tónleikarnir eru líka einhvers konar ,,heimkoma” bæði tónlistarinar og hljómsveitarinnar, því plata þessi, ADHD 8, var tekinn upp í Hafnarkirkju í ágúst 2020...