Styrktarvinir Eystrahorns
Í fyrsta lagi langar mig að þakka fyrir ótrúlega góð viðbrögð við Eystrahorni. Þetta er búið að reynast mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Að fá tækifæri til þess að hitta allskonar fólk kynnast samfélaginu á allskonar vegu eru forréttindi sem ég er mjög þakklát fyrir að fá að sinna. Það er frábært að fá ábendingar, greinar og efni...
Minningargrein- Ingibjörg Zophoníasdóttir
Ingibjörg Zophoníasdóttir f. á Hóli í Svarfaðardal 22.8. 1923. Hún lést á dvalarheimilinu Skjólgarði á Höfn 27. feb. sl. 99 ára að aldri. Útför hennar fór fram frá Kálfafellsstaðarkirkju 11. mars sl. Foreldrar Ingibjargar voru Súsanna Guðmundsdóttir f. 6.2. 1884 á Óslandi í Óslandshlíð í Skagafirði, d. 15.6. 1980 og Zophonías Jónsson, f. 11.2. 1894 á Hóli...
Starfið er köllun
Næstkomandi sunnudag verður nýráðinn prestur í Bjarnanesprestakalli, séra Karen Hjartardóttir, formlega sett í starfið við guðsþjónustu í Hafnarkirkju. Því þótti tilhlýðanlegt að kynnast henni lítillega með viðtali í Eystrahorni sem hér birtist.
Snæfellingur og á danskan mannÉg fæddist á Akranesi árið 1992 elst fjögurra systkina. Foreldrar mínir heita Hjörtur Sigurðsson og Eygló Kristjánsdóttir sem...
Vinnusmiðja á vegum Svavarssafns
Í síðustu viku komu í sveitarfélagið þrír listamenn sem gestakennarar á vegum Svavarssafns og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Þær Hanna Dís Whitehead, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Steinunn Önnudóttir, sem eru vel þekktar í listaheiminum og hafa fengið m.a. tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna auk þess sem Steinunn hlaut styrk Svavars og Ástu árið 2019 fyrir upprennandi listmenn. Árið 2022 unnu...
Ungir Hornfirðingar slá í gegn á hestamannamóti
Ístölt Austurlands 2023 fór fram á Móvatni í febrúar. Þar fóru ungar og efnilegar hornfiskar hestakonur með sigur af hólmi í sínum greinum. Í B-flokki sigraði Elín Ósk Óskarsdóttir á Ísafold frá Kirkjubæ með einkunnina 8,76, í 2. sæti var Snæbjörg Guðmundsdóttir á Dís frá Bjarnanesi með einkunnina 8,67. Ída Mekkín Hlynsdóttir og Marín frá Lækjarbrekku unnu...