Hornafjörður Náttúrulega
Hornafjörður náttúrulega!
Þegar ég hóf störf hjá sveitarfélaginu síðasta sumar sá ég nýlega stefnu sem kallast Hornafjörður náttúrulega. Um er að ræða heildarstefnu fyrir sveitarfélagið til næstu fimm ára. Þessi vandaða stefna byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og var hún fyrst kynnt í september 2021.
Að móta stefnu er auðvelt -...
Gróðurreitir FAS á Skeiðarársandi
Mánudaginn 29. ágúst síðastliðinn fóru sautján nemendur í FAS sem stunda nám í áfanganum „Inngangur að náttúruvísindum“ í árlega rannsóknarferð á Skeiðarársand. Þar eru fimm 25 m2 gróðurreitir á vegum FAS og var ferðin núna tíunda sinnar tegundar. Veður var eindæma gott; logn, sól og hiti um 12 gráður.
Megintilgangurinn með ferðinni er að fylgjast með breytingum á sandinum en...
Tilkynning frá Sveitarfélaginu varðandi sorpmál
Nýtt klippikort
verður tekið í notkun á endurvinnslusvæði sveitarfélagsins.
Frá og með 1. október þurfa íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar klippikort til að komast inn á endurvinnslusvæðið á Höfn.
Klippikortin er hægt að nálgast í afgreiðslu Ráðhúss, einungis fasteignaeigendur íbúða/húsa sem greiða sorphirðugjöld fá afhent kort. Leigjendur verða að fá kortin afhent af leigusala sínum.
Tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu...
Málfríður malar, 7.september
Hellú hellú
Nú var ég að hrósa nýju fínu áttavitunum hér um daginn, sem fékk mig til að virða fyrir mér upplýsingaskilti sveitarfélagsins svona almennt með augum ferðafólks. Ég verð nú bara að segja að þar er hægt að gera mun betur. Fyrsta skiltið inn í bæinn, sem á að leiðbeina gestum hingað og...
Guðný Árnadóttir fótboltakona
Guðný er ein fremsta fótboltakona landsins og skrifaði nýverið undir samning við kvennalið AC Milan og verður í láni til Napolí út þetta tímabil. Eystrahorn heyrði í henni til að fá örlitla innsýn í lífið og fótboltaferilinn og upphafið á Höfn.
Getur þú sagt aðeins frá sjálfri þér ?