Tvö ný togskip í smíðum fyrir Skinney – Þinganes
Skinney – Þinganes hf. hefur undirritað samning um smíði á tveimur nýjum togskipum. Áætlað er að smíði hvors skips taki 14 mánuði og er gert ráð fyrir að skipin verði afhent í október og nóvember 2019. Skipin eru smíðuð af VARD í Noregi en fyrirkomulag og val á búnaði er unnið í samstarfi við útgerðirnar. Skipin verða 28,95 m...
Flottur árangur fimleikaiðkenda
Fimleikadeild Sindra hélt innanfélagsmót fyrir 1. -10. bekk þann 17. maí síðastliðinn og tóku alls 58 keppendur þátt að þessu sinni. Fimleikadeildin færði öllum iðkendum viðurkenningu fyrir veturinn sem var gjafabréf í Íshúsið, og færum við Íshúsinu þakkir fyrir velvild í garð deildarinnar. Að venju voru veitt verðlaun fyrir eftirtektarverða frammistöðu í vetur að mati þjálfara. Króm & Hvítt...
Fyrir 30 árum: „Framhaldsskóli settur“
Birtist í 33. tölublaði Eystrahorns, fimmtudaginn 17. september 1987
Mánudagurinn 14. september var merkisdagur í sögu Suðausturhornsins. Þá var settur í fyrsta skipti Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu. Eins og við var að búast fór skólasetningin fram með óhefðbundnum hætti, en minnti allnokkuð á setningu annarra skóla af svipuðu tæi. Zophonías Torfason, skólameistari, hélt ræðu þar sem hann gerði grein fyrir tilhögum vetrarstarfsins...
Sterkasta kona Íslands 2017
Keppnin Sterkasta kona Íslands 2017 fór fram helgina 2. - 3. september á Akureyri. Keppt var í loggalyftu, réttstöðulyftu, uxagöngu, hleðslugrein og helluburði.
Í -82 kg flokki sigraði Hornfirðingurinn Lilja B. Jónsdóttir og í 2. sæti varð Margrét Ársælsdóttir. Frábær árangur hjá þessari kraftmiklu íþróttakonu.
Í opnum flokki sigraði Zane Kauzena, í 2. sæti Ragnheiður Ósk Jónasdóttir, í 3. sæti Berglind...
Sterkasta kona heims ?
Lilja Björg Jónsdóttir aflraunakona hefur verið boðið að taka þátt í keppninni Offical Strongman Games – Worlds Strongest Woman sem fer fram í Bandaríkjunum þann 16. og 17. desember. Lilja hefur náð góðum árangi í sinni íþrótt. Hún hefur sigrað Sterkasta kona Íslands fjórum sinnum í röð, ásamt því að vera Sterkasta kona Evrópu árið 2015.
Kostnaður við þátttöku á...