Flottur árangur fimleikaiðkenda

0
3524

Fimleikadeild Sindra hélt innanfélagsmót fyrir 1. -10. bekk þann 17. maí síðastliðinn og tóku alls 58 keppendur þátt að þessu sinni. Fimleikadeildin færði öllum iðkendum viðurkenningu fyrir veturinn sem var gjafabréf í Íshúsið, og færum við Íshúsinu þakkir fyrir vel18556274_691924047657761_1738508272061388008_nvild í garð deildarinnar. Að venju voru veitt verðlaun fyrir eftirtektarverða frammistöðu í vetur að mati þjálfara. Króm & Hvítt er dyggur styrktaraðili innanfélagsmóta deildarinnar og fá bestu þakkir fyrir stuðninginn. Besti félagi deildarinnar var Aðalheiður Sól Gautadóttir, mestu framfarir í strákahóp Friðrik Björn Friðriksson, mestu framfarir hjá 4. flokk 1 Lilja Rún Kristjánsdóttir, mestu framfarir hjá 4. flokk 2 Sessilía Sól Kristinsdóttir og mestu framfarir hjá 1.flokk Júlíana Rós Sigurðardóttir. Síðast en ekki síst var fimleikamaður Sindra 2017 kosinn, og var það Hildur Margrét Björnsdóttir sem hreppti þann eftirsóknarverða titil annað árið í röð. Hún er vel að titlinum komin og hefur verið að gera stökk sem hafa ekki verið framkvæmd á Höfn áður.

18527264_10213116795657249_6350157033932024708_oSunnudaginn 21. maí sl. kepptu 3 lið frá Sindra á Íslandsmóti unglinga í hópfimleikum á Akureyri. 4. flokkur 2 lenti í 6. sæti í C deild, þær stóðu sig frábærlega og hafa klárlega bætt sig frá því á síðasta móti. 4. flokkur 1 stóðu sig frábærlega í B deild og lönduðu silfri í mjög jafnri keppni. Strákarnir okkar lentu í 2. sæti eftir harða baráttu. Þar af leiðandi enduðu þeir sem deildarmeistarar, eftir að hafa unnið tvö af þremur mótum vetrarins. Algjörlega frábær árangur hjá þeim. Við þökkum keppendum, fararstjórum, bílstjórum og þjálfurum fyrir góða ferð.

Það hefur verið mikil gróska í starfi fimleikadeildarinnar undanfarin ár sem hefur sýnt sig í frábærum árangri á mótum. Við viljum þakka iðkendum, foreldrum og þjálfurum kærlega fyrir afar gott samstarf í vetur. Njótið sumarsins og við hlökkum til að sjá ykkur öll í haust, og fleiri til!

Einar Smári Þorsteinsson yfirþjálfari
og s
tjórn fimleikadeildar Sindra