Sterkasta kona heims ?

0
3287

Lilja Björg Jónsdóttir aflraunakona hefur verið boðið að taka þátt í keppninni Offical Strongman Games – Worlds Strongest Woman sem fer fram í Bandaríkjunum þann 16. og 17. desember. Lilja hefur náð góðum árangi í sinni íþrótt. Hún hefur sigrað Sterkasta kona Íslands fjórum sinnum í röð, ásamt því að vera Sterkasta kona Evrópu árið 2015.
Kostnaður við þátttöku á svona móti er mikill og þurfa keppendur að standa straum af honum að miklu leyti sjálfir.
Hægt er að styrkja Lilju til þátttöku á þessu fyrnasterka móti með því að leggja inn á reikning:

172-05-61147, kt: 041277-4679.