Fléttubönd
Í fyrra kom út bókin Fuglaskoðarinn eftir Stefán Sturlu, Fuglaskoðarinn er fyrsta bókin í þríleik um lögreglukonuna Lísu og samstarfsfólk hennar. Sú bók fékk góðar viðtökur í fyrra. Nýlega er komin út önnur bókin í þríleiknum, sú heitir Fléttubönd. Fimmtudaginn 29. nóvember mun Stefán Sturla segja frá bókinni og lesa kafla úr henni í bókasafninu. Jafnframt mun hann árita...
Jöklamælingar FAS á Heinabergsjökli
Síðastliðin 27 ár hefur Framhaldsskólinn í Austur – Skaftafellssýslu sinnt rannsókn þar sem kannaðar hafa verið breytingar á ástandi Heinabergsjökuls frá ári til árs.
Áfanginn INGA1NR05 – Inngangur að náttúru – og raunvísindum tók að sér að rannsaka Heinabergsjökul í ár, og var það þeirra framlag til Vísindadaga skólans. Vísindadagar, sem eru nýafstaðnir, felast í því að brjóta kennsluna upp...
Áhugi fólks á íþróttum kviknar í bogfimi
„Áhugi á bogfimi hefur aukist mikið á landsvísu á síðustu sex árum. Hann er orðinn gríðarlegur. Ég hef haldið námskeið í bogfimi og kynningar um allt land. Á sumum stöðum sem ég hef komið til hefur fólk byrjað að æfa greinina,“ segir Indriði Ragnar Grétarsson, bogfimi- og bogveiðisérfræðingur. Hann er sérgreinastjóri í bogfimi, einni af þeim 20...
Opinn fundur um Breiðamerkursand
Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boðar til kynningar- og hugarflugsfundar um framtíð Breiðamerkursands og Jökulsárlóns í Mánagarði, þriðjudaginn 2. júlí n.k., frá kl. 18:00-22:00. Boðið verður upp á súpu og kaffiveitingar meðan á fundi stendur.
Svæðisráð hefur undanfarna mánuði unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand og er fundurinn liður í þeirri vinnu. Á fundinum verður óskað eftir hugmyndum og ábendingum...
Nýjung í samskiptaformi á heilsugæslunni á Hornafirði
Heilsuvera.is er vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Heilsugæslan á Hornafirði býður upp á þjónustu í gegnum heilsuveru. Allir einstaklingar hafa aðgang að lyfseðlalista, lyfjaúttektum, bólusetningaupplýsingum og upplýsingum um skráðan heimilislækni eða heilsugæslu. Einnig geta einstaklingar á starfssvæði HSU Hornafirði pantað tíma á...