Syngjandi konur um alla sýslu
Það stendur mikið til hjá Kvennakór Hornafjarðar þetta vorið þar sem kórinn heldur sína 20. vortónleika þann 5.maí n.k. á Hafinu. Þema tónleikanna verður í anda kórsins þar sem eingöngu verður sungið um konur. Nokkur lög eru af hornfirsku bergi brotin og má þar m.a. nefna lag eftir Ingunni Bjarnadóttur frá Hólmi og svo ætlar kórinn einnig að frumflytja...
Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru sex safneiningar, byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka og héraðsskjalasafn ásamt rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar og innan þessara eininga kennir ýmissa grasa.
Listasafnið heldur 7 sýningar á ári að meðaltali. Í aðalsal Svavarssafns er nú sýningin Speglun og er hún samtal Áslaugar Írisar Katrínar Jónsdóttur og Svavars Guðnasonar listamanna sem bæði hafa unnið að abstrakt list,...
Hepputorg tekur á sig mynd !
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Heppunni að undanförnu en þar er verið að breyta gamla sláturhúsinu í fjölþætt atvinnuhúsnæði sem óðum er að taka á sig mynd. Þau sem standa að framkvæmdunum eru þau sömu sem eiga og reka Mjólkurstöðina þ.e. þau Elínborg Ólafsdóttir, Elvar Örn Unnsteinsson, Íris Dóra Unnsteinsdóttir og Hilmar Stefánsson. Framkvæmdir hófust...
Hótel Höfn einn aðalstyrktaraðili ungmennafélagins Sindra
Ungmennafélagið Sindri og Hótel Höfn hafa skrifað undir samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn var undirritaður 6. júní síðastliðinn af Ásgrími Ingólfssyni, formanni Sindra, og Fanneyju Björgu Sveinsdóttur, hótel- og framkvæmdastjóra Hótels Hafnar að viðstöddum forsvarsmönnum flestra deilda og Vigni Þormóðssyni stjórnarformanni Hótels Hafnar ehf. Samningurinn er viðamikill og hlýtur Sindri veglega styrki frá Hótel Höfn sem ná til allra...
Fréttir frá Sunddeild Sindra
Helgina 15.-19. febrúar héldum við í Sunddeild Sindra í Kópavog og þar tóku iðkendur og þjálfarar Breiðabliks á móti okkur og æft var saman í 3 daga. Fyrstu helgina í mars héldu 9 iðkendur á Hennýjarmót á Eskifirði en alls voru 80 iðkendur skráðir á mótið frá 5 félögum. Allir iðkendur Sindra 10 ára og eldri unnu til verðlauna...